Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   fim 09. maí 2024 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum gríðarlega svekktur eftir 4-2 tap liðsins gegn Þór í Boganum á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Ég er stoltur af strákunum hvað þeir lögðu mikla vinnu í þetta í seinni hálfleik, það er erfitt að lenda heilan hálfleik manni færri, mér fannst við útfæra leikinn vel í fyrri hálfleik og fá betri færi og skorum tvö góð mörk," sagði Maggi.

Gunnar Bergmann Sigmarsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik og Afturelding lék manni færri nánast allan síðari hálfleikinn.

„Utan frá finnst öllum þetta örugglega vera rautt spjald en framherji Þórs er búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum á undan markmanninum mínum. Hann er aldrei að fara ná næstu snertingu þá er hann ekki að ræna hann upplögðu marktækifæri. Markmaðurinn er eiginlega kominn með boltann þegar þeir skella saman, ég hefði klárlega beðið sjálfur um rautt spjald en ég er ekki viss um að þetta sé réttur dómur hins vegar," sagði Maggi.

„Þegar við komum inn í seinni hálfleikinn var ég bjartsýnn en auðvitað breytir þetta rauða spjald taktinum í leiknum en ótrúlega svekkjandi niðurstaða þrátt fyrir það."


Athugasemdir
banner