Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   fim 08. ágúst 2024 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Arnar Gunnlaugs: Þetta er alltaf sama gamla sagan
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef maður vissi svarið við því maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er hann var spurður að því hvernig Víkingar fóru að því að vinna ekki leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þó yfirburðir Víkinga hefðu verið miklir.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Við reyndum hvað við gátum. Eins og ég talaði um við þig í gær þá kosta mistökin í Evrópu dýrt. Ég á eftir að sjá þeirra mark aftur, víti eða ekki víti. Ingvar var að tala um að þetta hefði ekki verið víti. Mér fannst við bregðast ágætlega við því og við jöfnum leikinn."

„Í seinni hálfleik var þetta erfitt. Maður fann að strákarnir vildu þetta mikið, þeir vildu mikið skora og stundum vildu þeir skora tvö mörk í hverri einustu sókn. Við fengum færin. Mögulega var langt á milli færa hjá okkur en við náðum að halda þrýstingnum á þá. Ég missti töluna á fjölda fyrirgjafa sem við áttum í leiknum. Það sýnir kannski að það vantaði smá Niko (Nikolaj Hansen) og nærveru í teignum til að nýta þessar góðu fyrirgjafir."

„Þeir buðu okkur upp á algjöran dans í fyrirgjöfunum," sagði Arnar en hann talaði jafnframt um að það vantaði á köflum að spila betur í gegnum 4-4-2 kerfið hjá eistneska liðinu.

Seinni leikurinn í Eistlandi er í næstu viku. Þar er að duga eða drepast.

„Við þurfum ekki að fara til Eistland og vera hræddir. Við förum með kassann út. Þetta er alltaf sama gamla sagan. Við þurfum að halda aga og einbeitingu úti. Ein mistök og þú ert úr leik."

„Mér fannst fyrir einvígið að ef við eigum tvo toppleiki, þá værum við komnir í gegn. Það er ekki spurning. Ég trúi því ekki að þeir fari aftur í lágblokkina. Mögulega, Shamrock gerði það líka. Strákarnir eiga að líta á það sem hrós - hversu langt við erum komnir - að sjá hversu langt lið leggjast niður á móti okkur. Það er okkar að finna lausnir, sama hversu erfitt það er," sagði þjálfari Víkinga en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner