Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 08. ágúst 2024 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Arnar Gunnlaugs: Þetta er alltaf sama gamla sagan
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef maður vissi svarið við því maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er hann var spurður að því hvernig Víkingar fóru að því að vinna ekki leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þó yfirburðir Víkinga hefðu verið miklir.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Við reyndum hvað við gátum. Eins og ég talaði um við þig í gær þá kosta mistökin í Evrópu dýrt. Ég á eftir að sjá þeirra mark aftur, víti eða ekki víti. Ingvar var að tala um að þetta hefði ekki verið víti. Mér fannst við bregðast ágætlega við því og við jöfnum leikinn."

„Í seinni hálfleik var þetta erfitt. Maður fann að strákarnir vildu þetta mikið, þeir vildu mikið skora og stundum vildu þeir skora tvö mörk í hverri einustu sókn. Við fengum færin. Mögulega var langt á milli færa hjá okkur en við náðum að halda þrýstingnum á þá. Ég missti töluna á fjölda fyrirgjafa sem við áttum í leiknum. Það sýnir kannski að það vantaði smá Niko (Nikolaj Hansen) og nærveru í teignum til að nýta þessar góðu fyrirgjafir."

„Þeir buðu okkur upp á algjöran dans í fyrirgjöfunum," sagði Arnar en hann talaði jafnframt um að það vantaði á köflum að spila betur í gegnum 4-4-2 kerfið hjá eistneska liðinu.

Seinni leikurinn í Eistlandi er í næstu viku. Þar er að duga eða drepast.

„Við þurfum ekki að fara til Eistland og vera hræddir. Við förum með kassann út. Þetta er alltaf sama gamla sagan. Við þurfum að halda aga og einbeitingu úti. Ein mistök og þú ert úr leik."

„Mér fannst fyrir einvígið að ef við eigum tvo toppleiki, þá værum við komnir í gegn. Það er ekki spurning. Ég trúi því ekki að þeir fari aftur í lágblokkina. Mögulega, Shamrock gerði það líka. Strákarnir eiga að líta á það sem hrós - hversu langt við erum komnir - að sjá hversu langt lið leggjast niður á móti okkur. Það er okkar að finna lausnir, sama hversu erfitt það er," sagði þjálfari Víkinga en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner