Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
   fim 08. ágúst 2024 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Arnar Gunnlaugs: Þetta er alltaf sama gamla sagan
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef maður vissi svarið við því maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er hann var spurður að því hvernig Víkingar fóru að því að vinna ekki leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þó yfirburðir Víkinga hefðu verið miklir.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Við reyndum hvað við gátum. Eins og ég talaði um við þig í gær þá kosta mistökin í Evrópu dýrt. Ég á eftir að sjá þeirra mark aftur, víti eða ekki víti. Ingvar var að tala um að þetta hefði ekki verið víti. Mér fannst við bregðast ágætlega við því og við jöfnum leikinn."

„Í seinni hálfleik var þetta erfitt. Maður fann að strákarnir vildu þetta mikið, þeir vildu mikið skora og stundum vildu þeir skora tvö mörk í hverri einustu sókn. Við fengum færin. Mögulega var langt á milli færa hjá okkur en við náðum að halda þrýstingnum á þá. Ég missti töluna á fjölda fyrirgjafa sem við áttum í leiknum. Það sýnir kannski að það vantaði smá Niko (Nikolaj Hansen) og nærveru í teignum til að nýta þessar góðu fyrirgjafir."

„Þeir buðu okkur upp á algjöran dans í fyrirgjöfunum," sagði Arnar en hann talaði jafnframt um að það vantaði á köflum að spila betur í gegnum 4-4-2 kerfið hjá eistneska liðinu.

Seinni leikurinn í Eistlandi er í næstu viku. Þar er að duga eða drepast.

„Við þurfum ekki að fara til Eistland og vera hræddir. Við förum með kassann út. Þetta er alltaf sama gamla sagan. Við þurfum að halda aga og einbeitingu úti. Ein mistök og þú ert úr leik."

„Mér fannst fyrir einvígið að ef við eigum tvo toppleiki, þá værum við komnir í gegn. Það er ekki spurning. Ég trúi því ekki að þeir fari aftur í lágblokkina. Mögulega, Shamrock gerði það líka. Strákarnir eiga að líta á það sem hrós - hversu langt við erum komnir - að sjá hversu langt lið leggjast niður á móti okkur. Það er okkar að finna lausnir, sama hversu erfitt það er," sagði þjálfari Víkinga en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir