„Mér fannst við vera miklu betri," sagði Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
„Við vorum smá 'sloppy' í fyrri hálfleik. Þess vegna skora þeir þetta mark og fá nokkrar skyndisóknir. En heilt yfir fannst mér við vera miklu betri og bara lélegt að klára ekki eitthvað af þessum færum sem við bjuggum til."
„Við vorum smá 'sloppy' í fyrri hálfleik. Þess vegna skora þeir þetta mark og fá nokkrar skyndisóknir. En heilt yfir fannst mér við vera miklu betri og bara lélegt að klára ekki eitthvað af þessum færum sem við bjuggum til."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 Flora Tallinn
„Það er jákvætt hvað við vorum að skapa mikið og ég held að við tökum það bara með í seinni leikinn. Við eigum að gera miklu betur þar og klára þetta."
„Mér fannst við vera miklu betri en þeir en ég er bara að tala út frá mínum tilfinningum eftir leik. Einu færin sem þeir fengu voru eftir mistök hjá okkur. Þér er refsað í Evrópukeppni og við þurfum að vera meðvitaðir um það í seinni leiknum."
Hann er bjartsýnn um að Víkingar nái að klára verkefnið í útileiknum, alveg eins og þeir gerðu í síðustu umferð.
„Alveg 100 prósent. Við þurfum að spila eins leik og í kvöld. Við þurfum bara að vera skarpari og nýta færin okkar. Þá ættum við alltaf að vinna þetta," sagði Gísli Gotti.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir