De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 08. ágúst 2024 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gísli Gotti: Fannst við miklu betri en þeir
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við vera miklu betri," sagði Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

„Við vorum smá 'sloppy' í fyrri hálfleik. Þess vegna skora þeir þetta mark og fá nokkrar skyndisóknir. En heilt yfir fannst mér við vera miklu betri og bara lélegt að klára ekki eitthvað af þessum færum sem við bjuggum til."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Það er jákvætt hvað við vorum að skapa mikið og ég held að við tökum það bara með í seinni leikinn. Við eigum að gera miklu betur þar og klára þetta."

„Mér fannst við vera miklu betri en þeir en ég er bara að tala út frá mínum tilfinningum eftir leik. Einu færin sem þeir fengu voru eftir mistök hjá okkur. Þér er refsað í Evrópukeppni og við þurfum að vera meðvitaðir um það í seinni leiknum."

Hann er bjartsýnn um að Víkingar nái að klára verkefnið í útileiknum, alveg eins og þeir gerðu í síðustu umferð.

„Alveg 100 prósent. Við þurfum að spila eins leik og í kvöld. Við þurfum bara að vera skarpari og nýta færin okkar. Þá ættum við alltaf að vinna þetta," sagði Gísli Gotti.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner