Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 08. ágúst 2024 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gísli Gotti: Fannst við miklu betri en þeir
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við vera miklu betri," sagði Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

„Við vorum smá 'sloppy' í fyrri hálfleik. Þess vegna skora þeir þetta mark og fá nokkrar skyndisóknir. En heilt yfir fannst mér við vera miklu betri og bara lélegt að klára ekki eitthvað af þessum færum sem við bjuggum til."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Það er jákvætt hvað við vorum að skapa mikið og ég held að við tökum það bara með í seinni leikinn. Við eigum að gera miklu betur þar og klára þetta."

„Mér fannst við vera miklu betri en þeir en ég er bara að tala út frá mínum tilfinningum eftir leik. Einu færin sem þeir fengu voru eftir mistök hjá okkur. Þér er refsað í Evrópukeppni og við þurfum að vera meðvitaðir um það í seinni leiknum."

Hann er bjartsýnn um að Víkingar nái að klára verkefnið í útileiknum, alveg eins og þeir gerðu í síðustu umferð.

„Alveg 100 prósent. Við þurfum að spila eins leik og í kvöld. Við þurfum bara að vera skarpari og nýta færin okkar. Þá ættum við alltaf að vinna þetta," sagði Gísli Gotti.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner