Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
   fim 08. ágúst 2024 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gísli Gotti: Fannst við miklu betri en þeir
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við vera miklu betri," sagði Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

„Við vorum smá 'sloppy' í fyrri hálfleik. Þess vegna skora þeir þetta mark og fá nokkrar skyndisóknir. En heilt yfir fannst mér við vera miklu betri og bara lélegt að klára ekki eitthvað af þessum færum sem við bjuggum til."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Það er jákvætt hvað við vorum að skapa mikið og ég held að við tökum það bara með í seinni leikinn. Við eigum að gera miklu betur þar og klára þetta."

„Mér fannst við vera miklu betri en þeir en ég er bara að tala út frá mínum tilfinningum eftir leik. Einu færin sem þeir fengu voru eftir mistök hjá okkur. Þér er refsað í Evrópukeppni og við þurfum að vera meðvitaðir um það í seinni leiknum."

Hann er bjartsýnn um að Víkingar nái að klára verkefnið í útileiknum, alveg eins og þeir gerðu í síðustu umferð.

„Alveg 100 prósent. Við þurfum að spila eins leik og í kvöld. Við þurfum bara að vera skarpari og nýta færin okkar. Þá ættum við alltaf að vinna þetta," sagði Gísli Gotti.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner