Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 08. ágúst 2024 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Gísli Gotti: Fannst við miklu betri en þeir
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við vera miklu betri," sagði Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

„Við vorum smá 'sloppy' í fyrri hálfleik. Þess vegna skora þeir þetta mark og fá nokkrar skyndisóknir. En heilt yfir fannst mér við vera miklu betri og bara lélegt að klára ekki eitthvað af þessum færum sem við bjuggum til."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Það er jákvætt hvað við vorum að skapa mikið og ég held að við tökum það bara með í seinni leikinn. Við eigum að gera miklu betur þar og klára þetta."

„Mér fannst við vera miklu betri en þeir en ég er bara að tala út frá mínum tilfinningum eftir leik. Einu færin sem þeir fengu voru eftir mistök hjá okkur. Þér er refsað í Evrópukeppni og við þurfum að vera meðvitaðir um það í seinni leiknum."

Hann er bjartsýnn um að Víkingar nái að klára verkefnið í útileiknum, alveg eins og þeir gerðu í síðustu umferð.

„Alveg 100 prósent. Við þurfum að spila eins leik og í kvöld. Við þurfum bara að vera skarpari og nýta færin okkar. Þá ættum við alltaf að vinna þetta," sagði Gísli Gotti.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner