Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   fim 15. ágúst 2024 16:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn tekinn við KR (Staðfest) - Nauðsynlegt að fá Pálma strax á skrifstofuna
Pálmi Rafn.
Pálmi Rafn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar tekinn við sem þjálfari KR.
Óskar tekinn við sem þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR tilkynnti rétt i þessu að aðalstjórn félagsins hefði óskað eftir kröftum Pálma Rafns Pálmasonar fyrr en áætlað var. Hann er því nú þegar tekinn við sem framkvæmdastjóri félagsins og hættir sem þjálfari meistaraflokks karla. Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við sem þjálfari eftir að hafa verið í um tvær vikur aðstoðarþjálfari Pálma.

Fótbolti.net fjallaði um það í gær að Óskar væri tekinn við þjálfun liðsins.

Í tilkynningu KR segir að aðstöðumál KR séu á mjög alvarlegu stigi og því geti félagið ekki verið án framkvæmdastjóra fram yfir lok tímabilsins. Bjarni Guðjónsson hættir í því starfi í lok mánaðar.

Þar sem talað er um aðstöðumál þá tilkynnti KR í gær að búið væri að loka æfingavellinum, gervigrasvellinum sem venslaliðið KV spilar venjulega sína leiki á. Sá völlur er ónýtur.

Tilkynning KR
Aðalstjórn KR hefur óskað eftir kröftum Pálma Rafns Pálmasonar fyrr en áætlað var og því hefur Óskar Hrafn Þorvaldsson tekið við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla.

Aðstöðumál Knattspyrnufélags Reykjavíkur er á mjög alvarlegu stigi og því getur félagið ekki verið framkvæmdastjóralaust fram yfir lok keppnistímabilsins.

Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Pálma innilega fyrir óeigingjarnt starf fyrir deildina og óskum honum velfarnaðar í nýju starfi fyrir félagið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner