Fótboltadeild KR sendi rétt í frá sér yfirlýsingu þess efnis að KR ætli að kæra ákvörðun KSÍ, að fresta viðureign HK og KR, til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins.
KR er ekki sátt við þá niðurstöðu að leiknum hafi verið frestað í kjölfarið á því að ekki var hægt að spila leikinn síðasta fimmtudagskvöld. Ekki var hægt að spila leikinn þar sem annað markið á vellinum var brotið.
KR sendi stjórn KSÍ athugasemdir áður en tekin var sú ákvörðun að leikurinn yrði spilaður þann 22. ágúst. „Virðast þær athugasemdir ekki hafa fengið hljómgrunn." Í frétt Vísis í gær segir að stjórn KSÍ hafi vísað erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum.
KR segir að þetta mál sé fordæmisgefandi og því brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. „Niðurstaða stjórnar KSÍ er á skjön við þekktar niðurstöður erlendra knattspyrnusambanda."
„KR telur að heilindi íþróttarinnar sé undir enda bjóði ákvörðun stjórnar heim hættunni á því að félög geri velli sína ónothæfa til þess að tryggja knattspyrnulega stöðu. Eins eru erlend fordæmi með þeim hætti að tryggi félög ekki nothæfa velli þá eru leikir dæmdir þeim tapaðir. Þá er nýlegt dæmi KSÍ þar sem leikvöllur Knattspyrnufélags Vesturbæjar var metinn óleikhæfur að leikur var færður yfir á varavöll félagsins og leiktíma seinkað um 30 mínútur," segir m.a. í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
KR er ekki sátt við þá niðurstöðu að leiknum hafi verið frestað í kjölfarið á því að ekki var hægt að spila leikinn síðasta fimmtudagskvöld. Ekki var hægt að spila leikinn þar sem annað markið á vellinum var brotið.
KR sendi stjórn KSÍ athugasemdir áður en tekin var sú ákvörðun að leikurinn yrði spilaður þann 22. ágúst. „Virðast þær athugasemdir ekki hafa fengið hljómgrunn." Í frétt Vísis í gær segir að stjórn KSÍ hafi vísað erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum.
KR segir að þetta mál sé fordæmisgefandi og því brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. „Niðurstaða stjórnar KSÍ er á skjön við þekktar niðurstöður erlendra knattspyrnusambanda."
„KR telur að heilindi íþróttarinnar sé undir enda bjóði ákvörðun stjórnar heim hættunni á því að félög geri velli sína ónothæfa til þess að tryggja knattspyrnulega stöðu. Eins eru erlend fordæmi með þeim hætti að tryggi félög ekki nothæfa velli þá eru leikir dæmdir þeim tapaðir. Þá er nýlegt dæmi KSÍ þar sem leikvöllur Knattspyrnufélags Vesturbæjar var metinn óleikhæfur að leikur var færður yfir á varavöll félagsins og leiktíma seinkað um 30 mínútur," segir m.a. í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
Yfirlýsing frá knattspyrnudeild KR
Knattspyrnudeild KR hefur móttekið niðurstöðu stjórnar KSÍ vegna leiks KR og HK. Áður en ákvörðun var tekin sendi KR stjórn KSÍ athugasemdir sem vonast var til að teknar yrðu til skoðunar við ákvarðanatöku. Virðast þær athugasemdir ekki hafa fengið hljómgrunn.
Að vandlega athugðu máli telur KR ekki stætt á öðru en að kæra ákvörðun KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. KR telur mál þetta fordæmisgefandi og því brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Niðurstaða stjórnar KSÍ er á skjön við þekktar niðurstöður erlendra knattspyrnusambanda.
KR telur að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum. Bæði KR og Vestra var fyrr í sumar gert að spila á tilgreindum varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. KR telur að heilindi íþróttarinnar sé undir enda bjóði ákvörðun stjórnar heim hættunni á því að félög geri velli sína ónothæfa til þess að tryggja knattspyrnulega stöðu. Eins eru erlend fordæmi með þeim hætti að tryggi félög ekki nothæfa velli þá eru leikir dæmdir þeim tapaðir. Þá er nýlegt dæmi KSÍ þar sem leikvöllur Knattspyrnufélags Vesturbæjar var metinn óleikhæfur að leikur var færður yfir á varavöll félagsins og leiktíma seinkað um 30 mínútur.
KR ætlar að vísun stjórnar KSÍ til gr. 15.6. í reglugerð um knattspyrnumót eigi ekki við enda taki það ákvæði aðeins til atvika sem eru óviðráðanleg.
Bíður KR nú eftir öllum gögnum í málinu og mun í framhaldi leggja fram formlega kæru.
KR mun gæta þess að málflutningi félagsins verði gerð skil og öllum aðgengilegur.
Áfram KR
Athugasemdir