
6




Enrique Roca í Murcia
Umspil Þjóðadeildarinnar
Dómari: Gil Manzano (Spánn)
Áhorfendur: 1.600














Lið Kósovó var einfaldlega miklu betra á öllum sviðum í dag og ekki hægt að segja annað en sigur þeirra og sætið í B-deild sé fyllilega sanngjarnt. C-deildin bíður svo okkar.
Viðbrögð frá mönnum í Murcia munu berast innan skamms.
Mínútur sem bætast við þessa bið. Leikmenn á vellinum eru bara að bíða eftir lokaflautinu.
Megi frambærilegir íslenskir varnarmenn detta af himni ofan á næstu mánuðum. Annars getum við gleymt þessu, #fotbolti
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 23, 2025
Þetta er alveg ömurlegt en Arnar spilaði lika svona allskyns þvælu með Vikinga til að byrja með en aðlagaði sig svo og varð varnarsinnaðari og skipulagðari, spurning hvort hann hafi og fai tima i það þarna.
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 23, 2025
Þetta Kosovo lið getur ekkert, sorglegt að vera tapa fyrir þessu liði
— Sigur?ur Gísli Bond (@SigurdurGisli) March 23, 2025
Ég er med miðvörð hérna úr fjórða flokki sem skilur ekki ákvarðanirnar sem eru teknar í vörninni!!!
— Halldór Halldórsson (@doridna) March 23, 2025
Þessi landsleikjagluggi ????????????
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) March 23, 2025
Tveir hræðilega lélegir leikir gegn ekki betri andstæðingi en Kosóvó
Framfarirnar þurfa að vera snöggar og þær þurfa að vera mjög stórar því þetta er ekki boðlegt
Vonandi er þetta bara lágpunkturinn í þjálfaratíð Arnars ???? pic.twitter.com/9ipE7YnQER
Ná ekki að gera sér mat úr því.

Við vinnum fyrsta skallann eftir hornið en boltinn aftur beint fyrir markið. Þar Muriqi mættur og klárar undir Hákon af stuttu færi og klárar þrennuna sína.
Skelfilegur varnarleikur og ef brekkan var brött fyrir þá er hún nánast ókleif núna.
Arnar Gunnlaugs ????
— Stefán Arason (@stebbi85) March 23, 2025
Þetta er verra en ég bjóst við og ég hafði ekki miklar væntingar ????
Þetta er búið að vera alveg óþægilega dapurt allt saman. Uppleggið í báðum leikjunum hjálpar nákvæmlega engum inni á vellinum.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 23, 2025
Gott að byrja bara alvega á núllpunkti.
— Max Koala (@Maggihodd) March 23, 2025
Leysa alveg upp gamla bandið og hætta allri umræðu í kringum það.
Orri er aðal og við byggjum þaðan.
Áfram Ísland.


Halda vissulega báðir hvorn í annan en Aron dæmdur brotlegur.
VAR staðfestir.
Svanasöngur Arons með landsliðinu?


Alltof margir leikmenn settir í þá stöðu að vera spila leik sem þeir einfaldlega eru ekki vanir og lita einfaldlega illa út.
— saevar petursson (@saevarp) March 23, 2025

Mögulega full bjartsýnn þarna. 30-35 metra færi og boltinn yfir markið.
Reynir að snúa boltann af um 20 metra færi frá vinstri yfir í hornið fjær. Skotið gott en Amir ver því miður vel í horn.

Fær boltann galopinn í teig Kósovó en er allt of lengi að athafna sig. Varnarmenn nýta sér óákveðni hans og koma sér fyrir skot hans sem fer af varnarmanni í fang Amir í markinu.


Stór atriði sem laga þarf ætli Ísland sér að vera áfram í B-deild.
Með boltann: 59% - 41%
Marktilraunir: 4-16
Horn: 2-4
Heppnaðar sendingar: 79%-82%

Stoðsending: Milot Rashica
Muriqi kom sér milli Sverris og Ísaks og skoraði framhjá Hákoni.
Svona er varnarlína Íslands. Sverrir eini náttúrulegi varnarmaðurinn í varnarlínunni. Arnar heldur betur að hugsa út fyrir boxið.


Stoðsending: Leart Paqarada
Vondur varnarleikur hægra megin hjá Íslandi.
Arnór Ingvi liggur eftir í grasinu og þarf aðhlynningu


Lúkkaði eins og varnarmaðurinn hefði krækt löppinni i Sverri Inga og dottið í teignum.

Stoðsending: Albert Guðmundsson
Hörmuleg dekkning hjá Kósovó en við elskum það!
Jóhann Leeds: 2-1 Ísland, Kósovó vinnur í framlengingu.
Ég: 1-0. Ísland vinnur í vító!

Stefán Teitur Þórðarson er við hlið Sverris Inga Ingasonar í hjarta varnarinnar og Ísak Bergmann leikur í bakverði.
Ísak í vinstri bakverði
„Valgeir Lunddal spilar hægri bakvörð og Ísak vinstri. Hugmyndin er að Stefán stigi á miðjuna þegar við höfum boltann. Stefán er þannig prófíll af leikmanni að við teljum hann geta tekist á við þetta. Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur og höfum trú á því að það gangi vel," sagði Davíð í viðtali við Stöð 2 Sport.
Hákon gæti komið við sögu
Hákon Arnar Haraldsson er ekki í byrjunarliðinu en Davíð segir að hann gæti þó tekið þátt í leiknum.
„Hákon hefur verið að jafna sig eftir fyrri leikinn og það tekið smá tíma. Við eigum von á því að hann geti tekið einhvern þátt að einhhverju leyti í kvöld."
Davíð er þá spurður út í hvort Jóhann Berg Guðmundsson sé klár í að koma af bekknum?
„Heldur betur. Jói er alltaf ferskur og sýndi mikil gæði á æfingum."
Búnir undir mögulega vítakeppni
Hafa menn sérstaklega búið sig undir að úrslitin gætu ráðist í vítaspyrnukeppni?
„Já menn hafa verið að taka víti í vikunni og menn hafa verið að sjá þetta fyrir sér. Að auki hefur verið unnin bakgrunnsvinna og við aflað upplýsinga um þeirra leikmenn og annað," segir Davíð Snorri Jónasson.

FFK officials were spotted talking with a UEFA representative regarding the #Kosovo name and flag at the stadium. ????????#ISLKOS | #NationsLeague | #UNL pic.twitter.com/zKeizfvCYp
— Kosovar Football ???????? (@KosovarFootball) March 23, 2025
???????? #AwayDays????#ISLKOS | #NationsLeague | #UNL pic.twitter.com/XcWMZo5NkD
— Kosovar Football ???????? (@KosovarFootball) March 23, 2025

Meiðsli að plaga hann en hann er þó skráður á bekkinn.
Hákon Rafn Valdimarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Sverrir Ingi Ingason, Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson halda byrjunarliðssæti sínu.
Inn í liðið koma þeir Stefán Teitur Þórðarson, Þórir Jóhann Helgason, Valgeir Lunddal Friðriksson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson og Jón Dagur Þorsteinsson.

Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson segist hafa notið þess í botn að vera fyrirliði Íslands í fyrsta sinn og er fullur tilhlökkunar fyrir því að leiða liðið aftur.
„Frábær tilfinning og mikið stolt. Manni leið vel inni á vellinum, þetta hafði ekki mikil áhrif og ég reyni að vera ég sjálfur. Það er mikil virðing og stolt og ég er spenntur fyrir því að gera þetta aftur á morgun (í dag)," sagði Orri á fréttamannafundi þegar hann var spurður út í tilfinninguna að bera bandið.
Orri tjáði sig um markið sem hann skoraði í Kósovó og hversu góð tenging er milli hans og Ísaks Bergmanns sem átti sendinguna.
„Þetta var frábært mark sem við skoruðum, náðum að tengja saman góðan spilkafla. Svo er gömul tenging milli mín og Ísaks frá FCK þar sem ég þarf ekki einu sinni að kalla á boltann. Hann veit að ég er að taka þetta hlaup."
Kósovó vann 2-1 sigur í fyrri leiknum, hvernig er Orri að búast við því að Kósóvar mæti íslenska liðinu í dag?
„Ég býst ekki við miklum breytingum. Ég held að þeir verði aggressífir og taki vel á okkur. Við þurfum að vera klárir í það. Ég held að þeir leggist ekkert í skotgrafarnir. Þetta verður góður leikur milli tveggja liða sem vilja vinna," segir Orri Steinn Óskarsson.


Það eru nokkrar mínútur í að byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó verði opinberað. Rétt áðan ræddi Fótbolti.net um landsliðið við Harald Árna Hróðmarsson, þjálfara Grindavíkur.
„Það eru spennandi tímar með nýjum þjálfara. Liðið hefur verið í mótun og svo kemur Arnar og snýr þessu svolítið á hvolf. Þetta er mjög spennandi. Þetta er rosalegt púsluspil fyrir Arnar með alla þessa gæðamenn fram á við og á miðsvæðinu," segir Haraldur.
„Hann er óútreiknanlegur og líka mjög hugaður. Það kemur manni ekki á óvart ef það verða talsverðar breytingar. Hann sagði fyrir þessa leiki að hann vildi sjá framþróun hjá liðinu frekar en kreista fram úrslit."
Haraldur spáir því að ekki þurfi framlengingu eða vítakeppni til að knýja fram úrslit.
„Ég hef fulla trú á þessu liði, við erum að spila við sterkan andstæðing en ég sé okkur vinna með tveimur."
Sagan segir að Hákon Arnar Haraldsson sé að glíma við meiðsli og verði ekki í liðinu í dag.
„Það er súrt en það er allavega skárra þó að leikmaður sem spili stöðu sem við eigum nóg af mönnum í meiðist. Það væri verra ef við hefðum misst einhvern úr vörninni, það er vont að missa Hákon en við getum leyst hann af hólmi. Við eigum nóg af mönnum," segir Haraldur.
Sögur eru í gangi um að Arnar geri talsvert margar breytingar á byrjunarliðinu og þá segir sagan að einn af lykilmönnum liðsins eigi við meiðsli að stríða og spili ekki í kvöld. Vonandi er sú saga röng.
„Bara góða. Mér fannst við sýna það á köflum að við erum mun betra lið en Kósovó. Við sjáum fullt af möguleikum sem við ætlum að fara betur yfir í kvöld," sagði Stefán við Fótbolta.net á föstudaginn.
Er það ekki spes tilfinning að vera að fara að spila heimaleik á Spáni?
„Þetta eru í raun bara tveir útileikir en við höfum verið á La Finca svæðinu oft og mörgum sinnum, okkur líður mjög vel hérna. Við þurfum að fara með gott hugarfar inn í leikinn á sunnudaginn og stemningin er þannig innan hópsins."
„Það voru margir mjög góðir punktar í fyrri leiknum en líka margir punktar sem við þurfum að laga, sem er eðlilegt. Við munum fara yfir það á fundum og æfingum."
Sverrir segir að það séu margar nýjungar sem Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, kemur með að borðinu.
„Arnar setur miklar kröfur á leikmenn og vill spila nútíma fótbolta, pressa hátt uppi, spila boltanum með jörðinni og við erum með leikmenn í það. Það eru nýir fídusar í þessu hjá okkur og þetta tekur sinn tíma. Eins og sást í fyrri leiknum er öðruvísi uppstilling þegar við sækjum en þegar við verjumst og annað. Við erum enn að læra eins mikið og við getum."
„Það er virklega spennandi að fá að taka þátt í svona verkefni. Ég hef verið í landsliðinu í mörg ár og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér. Það er gaman að taka þátt í þessu en það er eðlilegt í fyrsta leik að hann sé kaflaskiptur."

Eins og lesendur vita þá er Kósovó með 2-1 forystu í einvíginu. Ef Ísland er einu marki yfir í leik dagsins eftir 90 mínútur þá verður framlengt og mögulega farið í vítakeppni. Leikið til þrautar eins og það kallast.
Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli þá þarf að spila þennan leik utan landsteinana, Murcia á Spáni varð fyrir valinu. Estadio Enrique Roca de Murcia tekur rúmlega 30 þúsund áhorfendur en það er bara búist við um þúsund manns á leikinn.















