Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Í BEINNI
Kjarnafæðimót - úrslit
KA
LL 5
6
Þór
Ísland
1
3
Kósovó
Orri Steinn Óskarsson (f) '2 1-0
1-1 Vedat Muriqi '35
1-2 Vedat Muriqi '45
Aron Einar Gunnarsson '69
1-3 Vedat Muriqi '79
23.03.2025  -  17:00
Enrique Roca í Murcia
Umspil Þjóðadeildarinnar
Dómari: Gil Manzano (Spánn)
Áhorfendur: 1.600
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ísak Bergmann Jóhannesson ('46)
9. Orri Steinn Óskarsson (f) ('65)
10. Albert Guðmundsson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
14. Þórir Jóhann Helgason
15. Willum Þór Willumsson ('65)
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Valgeir Lunddal Friðriksson ('22)
21. Arnór Ingvi Traustason ('46)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
13. Lúkas Petersson (m)
2. Logi Tómasson ('46)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Hákon Arnar Haraldsson
17. Aron Einar Gunnarsson ('46)
18. Júlíus Magnússon
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('22)
20. Kristian Hlynsson ('65)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('65)
23. Mikael Egill Ellertsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Davíð Snorri Jónasson

Gul spjöld:
Aron Einar Gunnarsson ('48)
Andri Lucas Guðjohnsen ('72)

Rauð spjöld:
Aron Einar Gunnarsson ('69)
Leik lokið!
Þessari martröð í Murcia er lokið. Við skoruðum eftir tvær mínútur en það var u.þ.b það eina jákvæða sem frá okkur kom í dag.

Lið Kósovó var einfaldlega miklu betra á öllum sviðum í dag og ekki hægt að segja annað en sigur þeirra og sætið í B-deild sé fyllilega sanngjarnt. C-deildin bíður svo okkar.

Viðbrögð frá mönnum í Murcia munu berast innan skamms.
Sverrir Örn Einarsson
92. mín
Stefán Teitur með flotta sendingu þvert yfir völlinn á Bjarka Stein sem er í hlaupinu. Hann tekur boltann niður í teignum en nær ekki að taka hann með sér og færið rennur út í sandinn.
Sverrir Örn Einarsson
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma
Mínútur sem bætast við þessa bið. Leikmenn á vellinum eru bara að bíða eftir lokaflautinu.
Sverrir Örn Einarsson
87. mín
Inn: Amir Rrahmani (Kósovó) Út:Vedat Muriqi (Kósovó)
Sverrir Örn Einarsson
87. mín
Inn:Dion Gallapeni (Kósovó) Út: Florent Muslija (Kósovó)
Sverrir Örn Einarsson
84. mín
Lífsmark og sóknarlota hjá Íslandi sem vinna tvö horn með stuttu millibili.

Ná ekki að gera sér mat úr því.
Sverrir Örn Einarsson
79. mín MARK!
Vedat Muriqi (Kósovó)
Muriqi leikur okkur grátt
Við vinnum fyrsta skallann eftir hornið en boltinn aftur beint fyrir markið. Þar Muriqi mættur og klárar undir Hákon af stuttu færi og klárar þrennuna sína.

Skelfilegur varnarleikur og ef brekkan var brött fyrir þá er hún nánast ókleif núna.
Sverrir Örn Einarsson
79. mín
Skot úr aukaspyrnu frá gestunum. Hákon ver en missir boltann afturfyrir að mati AD1 sem var ekki í línu og sá í gegnum tvær stangir og Hákon til að sjá boltann.
Sverrir Örn Einarsson
78. mín
Inn: Emir Sahiti (Kósovó) Út:Milot Rashica (Kósovó)
Sverrir Örn Einarsson
78. mín
Inn: Ilir Krasniqi (Kósovó) Út: Ermal Krasniqi (Kósovó)
Sverrir Örn Einarsson
76. mín
Skot frá Jóni Degi beint í vegginn.
Sverrir Örn Einarsson
75. mín Gult spjald: Leart Paqarada (Kósovó)
Albert vinnur aukaspyrnu á álitlegum stað.
Sverrir Örn Einarsson
72. mín Gult spjald: Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Lítið í þessu en Andri fær gult. Áhorfendur Íslands í Murcia ekki sáttir.
Sverrir Örn Einarsson
70. mín
Stefán Teitur tekur við fyrirliðabandinu.
69. mín Rautt spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Tekur Muriqi í glímutök eftir langa sendingu fram og tekur hann niður. Alveg hægt að færa rök fyrir því að þetta sé mögulega strangt en Aron sjálfur býður upp á þetta.

Halda vissulega báðir hvorn í annan en Aron dæmdur brotlegur.

VAR staðfestir.

Svanasöngur Arons með landsliðinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
68. mín
Jói Berg spilar ekki sinn 100. leik í kvöld, ekki mögulega nema leikurinn fari í framlengingu þá bætist við skipting
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

68. mín
Aron skipti um skó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

65. mín
Inn:Kristian Hlynsson (Ísland) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
65. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Orri Steinn Óskarsson (f) (Ísland)
Fyrirliðinn víkur
Sverrir Örn Einarsson
64. mín
Skipting í vændum Kristian Hlynsson og Andri Lucas eru að gera sig klára.
Sverrir Örn Einarsson
62. mín
Albert með skot úr aukaspyrnu
Mögulega full bjartsýnn þarna. 30-35 metra færi og boltinn yfir markið.
Sverrir Örn Einarsson
58. mín
Stórhætta í teig Íslands Einföld skyndisókn liðs Kósóvó sem komast í dauðafæri í teig Íslands. Hákon ver skot Rashica pg lendum við í alvöru basli með að koma boltanum frá. Muriqi í sníkjunni en hittir ekki markið sem betur fer.
Sverrir Örn Einarsson
55. mín
Inn: Lindon Emërllahu (Kósovó) Út:Vesel Demaku (Kósovó)
Sverrir Örn Einarsson
53. mín
Þórir með skottilraun
Reynir að snúa boltann af um 20 metra færi frá vinstri yfir í hornið fjær. Skotið gott en Amir ver því miður vel í horn.
Sverrir Örn Einarsson
52. mín Gult spjald: Vedat Muriqi (Kósovó)
Brýtur á Þóri þegar sem er að komast framhjá honum.
Sverrir Örn Einarsson
49. mín
Þetta sögðu sérfræðingarnir um varnarleik Íslands í fyrri hálfleik
48. mín Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Brýtur á Muriqi og uppsker gult.
Sverrir Örn Einarsson
47. mín
Willum í hörkufæri
Fær boltann galopinn í teig Kósovó en er allt of lengi að athafna sig. Varnarmenn nýta sér óákveðni hans og koma sér fyrir skot hans sem fer af varnarmanni í fang Amir í markinu.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn Gestirnir rúlla okkur af stað á ný. 45 mínútur til að skera úr um hvort við höldum okkur í B-deild eða föllum í C-deild
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Inn:Aron Einar Gunnarsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Tvöföld breyting í hálfleik
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Inn:Logi Tómasson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Tvöföld breyting í hálfleik
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Lárus Orri og Kári tala tæpitungulaust í hálfleik. Sérfræðingar í setti Stöð 2 Sport yfir leiknum eru langt í frá sáttir við varnarleik Íslands í báðum mörkunum í fyrri hálfleik. Tilviljunarkenndur varnarleikur og varnarmenn alls ekki að lesa leikinn rétt að þeirra mati.

Stór atriði sem laga þarf ætli Ísland sér að vera áfram í B-deild.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks: Kósovó með miklu fleiri marktilraunir!

Með boltann: 59% - 41%
Marktilraunir: 4-16
Horn: 2-4
Heppnaðar sendingar: 79%-82%
45. mín
Myndaveisla úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Kósovó 4-2 í einvíginu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín MARK!
Vedat Muriqi (Kósovó)
Stoðsending: Milot Rashica
Andsk.... þetta kemur á skelfilegum tímapunkti Allt galopið hjá íslenska liðinu. Boltinn unninn af Orra framarlega á vellinum og með nokkrum sendingum er Muriqi kominn einn í gegn.

Muriqi kom sér milli Sverris og Ísaks og skoraði framhjá Hákoni.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks í gangi. Þremur mínútum var bætt við.
45. mín
Einn varnarmaður í fjögurra manna varnarlínu Íslands Bjarki - Stefán - Sverrir - Ísak

Svona er varnarlína Íslands. Sverrir eini náttúrulegi varnarmaðurinn í varnarlínunni. Arnar heldur betur að hugsa út fyrir boxið.
44. mín
Ekki langt frá því að vera sjálfsmark! Boltinn af höfði Willums eftir fyrirgjöf og rétt framhjá íslenska markinu. Kósovó fékk hornspyrnu og átti marktilraun í hliðarnetið eftir hana. Rrahmani með bakfallsspyrnu.
43. mín
Með boltann: 61% - 39% Við mun meira með knöttinn.
41. mín
Willum í fínu færi en skýtur framhjá Tók skotið við vítateigslínuna eftir skyndisókn Íslands.
40. mín Gult spjald: Mergim Vojvoda (Kósovó)
Fyrsta gula spjaldið í þessum leik. Jón Dagur sparkaður niður.
39. mín
Ísland fékk hornspyrnu og skoppaði um teiginn hjá Kósovó áður en honum var komið í burtu.
35. mín MARK!
Vedat Muriqi (Kósovó)
Stoðsending: Leart Paqarada
Kósovó tekur forystu 3-2 í einvíginu Paqarada með sendingu sem breytir um stefnu og dettur fyrir Muriqi sem skorar af mjög stuttu færi.

Vondur varnarleikur hægra megin hjá Íslandi.
34. mín
Albert með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Kósovó og sendir inn í teiginn, Orri utarlega í teignum og skallar boltann. Varnarmaður kemst fyrir og hreinsar í innkast.
33. mín
Arnór heldur leik áfram Góðar fréttir.
32. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

31. mín
Dauðafæri Kósovó Muslija með sendingu inn í teiginn og Rashica leikmaður Kósovó er í dauðafæri en skallar beint á Hákon.

Arnór Ingvi liggur eftir í grasinu og þarf aðhlynningu
29. mín
Albert átti hættulega fyrirgjöf sem Kósovar voru í vandræðum með en náðu á endanum að koma hættunni frá. Rétt á undan átti Þórir Jóhann skot sem fór framhjá.
28. mín
Hákon varði skot frá Amir Rrahmani áðan Eftir öfluga byrjun Íslands þá hafa Kósovómenn verið mun líklegri en við til að skora næsta mark.
27. mín
Myndir: Fyrirliðabandið rifið af Orra rétt áður en hann skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

24. mín
Sverrir bjargar vel Rashica að koma sér í gott færi en Sverrir bjargar með öflugri tæklingu. Kveinkar sér aðeins eftir hana. Var mikið álag á Sverri í fyrri leiknum og Kjartan Henry talar um það í lýsingu á Stöð 2 Sport að hann virki þreytulegur.
22. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland) Út:Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland)
Bjarki Steinn er mættur inná fyrir Valgeir.
22. mín
Jón Dagur leikið vel Jón Dagur búinn að vera líflegur og skapa hættu, átti frábæra sendingu á Albert áðan sem var nálægt því að koma sér í öflugt færi en fyrsta snertingin sveik hann.
21. mín
Valgeir þarf aðhlynningu Var tæpur fyrir þennan leik... var hann kannski ekki tilbúinn í þetta eftir allt saman? Er búinn að vera draghaltur í smá tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

19. mín
Byrjunarliðsmynd Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

16. mín
Hættuleg tilraun Kósovó Ermal Krasniqi með hættulega skottilraun en boltinn fer ofan á þaknetið. Þetta tækifæri kom eftir feilsendingu Ísaks úr vörninni.
15. mín
Stefán Teitur fundið sig býsna vel í þessu miðvarðahlutverki í upphafi leiks. Kósovó átti hættulega sendingu en hann gerði vel, renndi sér í boltann og bjargaði.
13. mín
Víkingaklappið tekið, HÚH! Íslensku stuðningsmennirnir vinna að því að búa til heimavallarstemningu og standa sig vel.
12. mín
Kósovó aðeins að hnykla vöðvana, Rashica með hættulega sendingu inn í teiginn en Þórir Jóhann mætir og kemur boltanum í horn. Eftir hornið nær Rrahmani skalla en beint á Hákon.
10. mín
Kósovó með sína fyrstu marktilraun, skalli eftir fyrirgjöf frá vinstri en máttlaus og beint á Hákon í markinu. Rétt á undan fékk Kósovó horn en náði ekkert að skapa úr henni.
9. mín
Orri skoraði án bandsins Rétt áður en Orri skoraði þá reif Mergim Vojvoda varnarmaður Kósovó fyrirliðabandið af honum. Orri skoraði og fagnaði án bandsins en sótti það svo aftur áður en leikur hófst að nýju.
6. mín
Staðan í einvíginu er þá hnífjöfn 2-2 Svo það sé kristaltært. Ísland heldur boltanum vel hér í byrjun.
4. mín
Fór smá tími í VAR skoðun eftir markið, verið að skoða mögulegt brot í teignum en markið stendur. Þarnaaaa!!!

Lúkkaði eins og varnarmaðurinn hefði krækt löppinni i Sverri Inga og dottið í teignum.
2. mín MARK!
Orri Steinn Óskarsson (f) (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
ÞVÍLÍK BYRJUN!!!!!! Jón Dagur vann hornspyrnu strax á fyrstu mínútu. Albert með hornspyrnu frá vinstri og Orri er í teignum og stýrir honum í fyrsta í netið! Virkilega vel klárað!

Hörmuleg dekkning hjá Kósovó en við elskum það!
1. mín
Leikur hafinn
Albert með upphafsspyrnuna Ísland sækir í átt að Vistabella í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Spáin í fréttamannastúkunni Sameiginleg spá Sigga og Arons á Sýn: 3-0 sigur Íslands.

Jóhann Leeds: 2-1 Ísland, Kósovó vinnur í framlengingu.

Ég: 1-0. Ísland vinnur í vító!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki Reyndar er ekki sungið með þjóðsöng Kósovó enda enginn texti við lagið. En nú er allt til reiðu. Kósovó í hvítum varatreyjum í dag en Ísland spilar í fagurbláu enda á "heimavelli".

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Davíð Snorri um uppstillingu og liðsval Íslands „Við erum með stóran og breiðan hóp og höfum mikla trú á leikmönnum og hópnum," segir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, um þær breytingar sem gerðar hafa verið á byrjunarliði Íslands.

Stefán Teitur Þórðarson er við hlið Sverris Inga Ingasonar í hjarta varnarinnar og Ísak Bergmann leikur í bakverði.

Ísak í vinstri bakverði
„Valgeir Lunddal spilar hægri bakvörð og Ísak vinstri. Hugmyndin er að Stefán stigi á miðjuna þegar við höfum boltann. Stefán er þannig prófíll af leikmanni að við teljum hann geta tekist á við þetta. Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur og höfum trú á því að það gangi vel," sagði Davíð í viðtali við Stöð 2 Sport.

Hákon gæti komið við sögu
Hákon Arnar Haraldsson er ekki í byrjunarliðinu en Davíð segir að hann gæti þó tekið þátt í leiknum.

„Hákon hefur verið að jafna sig eftir fyrri leikinn og það tekið smá tíma. Við eigum von á því að hann geti tekið einhvern þátt að einhhverju leyti í kvöld."

Davíð er þá spurður út í hvort Jóhann Berg Guðmundsson sé klár í að koma af bekknum?

„Heldur betur. Jói er alltaf ferskur og sýndi mikil gæði á æfingum."

Búnir undir mögulega vítakeppni
Hafa menn sérstaklega búið sig undir að úrslitin gætu ráðist í vítaspyrnukeppni?

„Já menn hafa verið að taka víti í vikunni og menn hafa verið að sjá þetta fyrir sér. Að auki hefur verið unnin bakgrunnsvinna og við aflað upplýsinga um þeirra leikmenn og annað," segir Davíð Snorri Jónasson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyndnir hattar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhver dramatík í gangi
Fyrir leik
Högg að Hákon geti ekki spilað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Meiðsli að plaga hann en hann er þó skráður á bekkinn.
Fyrir leik
Mjög áhugavert byrjunarlið! Aðeins fimm leikmenn sem byrjuðu fyrri leikinn eru í byrjunarliðnu í dag. Aron Einar Gunnarsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Hákon Arnar Haraldsson, Logi Tómasson og Mikael Egill Ellertsson fara út.

Hákon Rafn Valdimarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Sverrir Ingi Ingason, Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson halda byrjunarliðssæti sínu.

Inn í liðið koma þeir Stefán Teitur Þórðarson, Þórir Jóhann Helgason, Valgeir Lunddal Friðriksson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson og Jón Dagur Þorsteinsson.
Fyrir leik
STAÐFEST BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Einhver bilun í tölvukerfi UEFA Samkvæmt upplýsingum sem við vorum að fá.
Fyrir leik
Beðið eftir byrjunarliðum... Það ætti að vera búið að opinbera byrjunarliðin, venjan er að það sé gert 75 mínútum fyrir leik. Af einhverjum ástæðum hefur það þó ekki verið gert. Ætti að detta inn á næstu mínútum...
Fyrir leik
Orri Steinn: Spenntur fyrir því að gera þetta aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson segist hafa notið þess í botn að vera fyrirliði Íslands í fyrsta sinn og er fullur tilhlökkunar fyrir því að leiða liðið aftur.

„Frábær tilfinning og mikið stolt. Manni leið vel inni á vellinum, þetta hafði ekki mikil áhrif og ég reyni að vera ég sjálfur. Það er mikil virðing og stolt og ég er spenntur fyrir því að gera þetta aftur á morgun (í dag)," sagði Orri á fréttamannafundi þegar hann var spurður út í tilfinninguna að bera bandið.

Orri tjáði sig um markið sem hann skoraði í Kósovó og hversu góð tenging er milli hans og Ísaks Bergmanns sem átti sendinguna.

„Þetta var frábært mark sem við skoruðum, náðum að tengja saman góðan spilkafla. Svo er gömul tenging milli mín og Ísaks frá FCK þar sem ég þarf ekki einu sinni að kalla á boltann. Hann veit að ég er að taka þetta hlaup."

Kósovó vann 2-1 sigur í fyrri leiknum, hvernig er Orri að búast við því að Kósóvar mæti íslenska liðinu í dag?

„Ég býst ekki við miklum breytingum. Ég held að þeir verði aggressífir og taki vel á okkur. Við þurfum að vera klárir í það. Ég held að þeir leggist ekkert í skotgrafarnir. Þetta verður góður leikur milli tveggja liða sem vilja vinna," segir Orri Steinn Óskarsson.
Fyrir leik
Um 1600 manns á leiknum Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ verða um 1.600 manns á vellinum en þar af eru um 200 stuðningsmenn Kósovó. Hópur frá Tólfunni er mættur til Spánar til að stýra stemningunni meðal íslenskra stuðningsmanna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Arnar óútreiknanlegur og hugaður
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Það eru nokkrar mínútur í að byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó verði opinberað. Rétt áðan ræddi Fótbolti.net um landsliðið við Harald Árna Hróðmarsson, þjálfara Grindavíkur.

„Það eru spennandi tímar með nýjum þjálfara. Liðið hefur verið í mótun og svo kemur Arnar og snýr þessu svolítið á hvolf. Þetta er mjög spennandi. Þetta er rosalegt púsluspil fyrir Arnar með alla þessa gæðamenn fram á við og á miðsvæðinu," segir Haraldur.

„Hann er óútreiknanlegur og líka mjög hugaður. Það kemur manni ekki á óvart ef það verða talsverðar breytingar. Hann sagði fyrir þessa leiki að hann vildi sjá framþróun hjá liðinu frekar en kreista fram úrslit."

Haraldur spáir því að ekki þurfi framlengingu eða vítakeppni til að knýja fram úrslit.

„Ég hef fulla trú á þessu liði, við erum að spila við sterkan andstæðing en ég sé okkur vinna með tveimur."

Sagan segir að Hákon Arnar Haraldsson sé að glíma við meiðsli og verði ekki í liðinu í dag.

„Það er súrt en það er allavega skárra þó að leikmaður sem spili stöðu sem við eigum nóg af mönnum í meiðist. Það væri verra ef við hefðum misst einhvern úr vörninni, það er vont að missa Hákon en við getum leyst hann af hólmi. Við eigum nóg af mönnum," segir Haraldur.
Fyrir leik
Halli Hróðmars hitar upp fyrir leikinn Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, er staddur í Murcia og mun fylgjast með landsleik Íslands og Kósovó. Fótbolti.net fékk hann til að rýna í leikinn.

Sögur eru í gangi um að Arnar geri talsvert margar breytingar á byrjunarliðinu og þá segir sagan að einn af lykilmönnum liðsins eigi við meiðsli að stríða og spili ekki í kvöld. Vonandi er sú saga röng.

   23.03.2025 15:00
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Fyrir leik
Atli Viðar ræddi um landsliðið í útvarpsþættinum
   22.03.2025 15:07
Útvarpsþátturinn - Atli Viðar um landsliðið og Bestu
Fyrir leik
Stefán Teitur: Erum betra lið Hvernig metur Stefán Teitur Þórðarson möguleika Íslands á að snúa dæminu við og vinna Kósovó?

„Bara góða. Mér fannst við sýna það á köflum að við erum mun betra lið en Kósovó. Við sjáum fullt af möguleikum sem við ætlum að fara betur yfir í kvöld," sagði Stefán við Fótbolta.net á föstudaginn.

Er það ekki spes tilfinning að vera að fara að spila heimaleik á Spáni?

„Þetta eru í raun bara tveir útileikir en við höfum verið á La Finca svæðinu oft og mörgum sinnum, okkur líður mjög vel hérna. Við þurfum að fara með gott hugarfar inn í leikinn á sunnudaginn og stemningin er þannig innan hópsins."

   21.03.2025 21:23
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Fyrir leik
Sverrir Ingi: Eðlilegt að leikurinn var kaflaskiptur „Þetta eru tvö mjög jöfn lið og þeir eru með mjög góða leikmenn, hafa verið að þróa sitt lið undanfarin ár. Við vorum vel inn í þessu í fyrri leiknum og við leggjum upp með það að vinna á sunnudaginn," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.

„Það voru margir mjög góðir punktar í fyrri leiknum en líka margir punktar sem við þurfum að laga, sem er eðlilegt. Við munum fara yfir það á fundum og æfingum."

Sverrir segir að það séu margar nýjungar sem Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, kemur með að borðinu.

„Arnar setur miklar kröfur á leikmenn og vill spila nútíma fótbolta, pressa hátt uppi, spila boltanum með jörðinni og við erum með leikmenn í það. Það eru nýir fídusar í þessu hjá okkur og þetta tekur sinn tíma. Eins og sást í fyrri leiknum er öðruvísi uppstilling þegar við sækjum en þegar við verjumst og annað. Við erum enn að læra eins mikið og við getum."

„Það er virklega spennandi að fá að taka þátt í svona verkefni. Ég hef verið í landsliðinu í mörg ár og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér. Það er gaman að taka þátt í þessu en það er eðlilegt í fyrsta leik að hann sé kaflaskiptur."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrir leik
Spánverji sér um flautuleik Það verður dómari úr efstu hillu sem mun dæma leikinn, Spánverjinn Gil Manzano verður með flautuna.

   21.03.2025 17:17
Stutt að fara fyrir dómarann
Fyrir leik
Það er komið að seinni hálfleik! Velkomin með okkur til Murcia þar sem seinni hlutinn er framundan í einvígi Íslands og Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma, 18:00 að staðartíma.

Eins og lesendur vita þá er Kósovó með 2-1 forystu í einvíginu. Ef Ísland er einu marki yfir í leik dagsins eftir 90 mínútur þá verður framlengt og mögulega farið í vítakeppni. Leikið til þrautar eins og það kallast.

Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli þá þarf að spila þennan leik utan landsteinana, Murcia á Spáni varð fyrir valinu. Estadio Enrique Roca de Murcia tekur rúmlega 30 þúsund áhorfendur en það er bara búist við um þúsund manns á leikinn.
Byrjunarlið:
16. Amir Saipi (m)
5. Lumbardh Dellova
6. Elvis Rexhbecaj
7. Milot Rashica ('78)
8. Florent Muslija ('87)
13. Amir Rrahmani
15. Mergim Vojvoda
17. Ermal Krasniqi ('78)
18. Vedat Muriqi ('87)
20. Vesel Demaku ('55)
23. Leart Paqarada

Varamenn:
1. Faton Maloku (m)
12. Visar Bekaj (m)
2. Dion Gallapeni ('87)
3. Fidan Aliti
4. Ilir Krasniqi ('78)
10. Emir Sahiti ('78)
11. Baton Zabergja
13. Amir Rrahmani ('87)
19. Lindon Emërllahu ('55)
22. Andi Hoti
23. Lirjon Abdullahu
34. Qëndrim Zyba

Liðsstjórn:
Franco Foda (Þ)

Gul spjöld:
Mergim Vojvoda ('40)
Vedat Muriqi ('52)
Leart Paqarada ('75)

Rauð spjöld: