
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, er staddur í Murcia og mun fylgjast með landsleik Íslands og Kósovó. Fótbolti.net fékk hann til að rýna í leikinn.
Sögur eru í gangi um að Arnar geri talsvert margar breytingar á byrjunarliðinu og þá segir sagan að einn af lykilmönnum liðsins eigi við meiðsli að stríða og spili ekki í kvöld. Vonandi er sú saga röng.
Sögur eru í gangi um að Arnar geri talsvert margar breytingar á byrjunarliðinu og þá segir sagan að einn af lykilmönnum liðsins eigi við meiðsli að stríða og spili ekki í kvöld. Vonandi er sú saga röng.
Haraldur er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að erfitt sé að lesa í það hvað Arnar Gunnlaugsson sé að hugsa. Arnar er ólíkindatól og hugrakkur þjálfari.
Þá ræðir Halli um ýmislegt fleira tengt landsliðinu í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.
Leikur Íslands og Kósovó verður klukkan 17 í dag að íslenskum tíma, 18 að staðartíma. Kósovó vann fyrri leikinn 2-1 og möguleiki á að leikurinn í dag endi í framlengingu og jafnvel vítakeppni.
Athugasemdir