Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
   fös 21. mars 2025 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
Tveir byrjunarliðsmenn Kósovó ekki með í flugvélinni
Icelandair
Mynd: EPA
Ísland tapaði erfiðum leik gegn Kósovó í Þjóðadeildinni í gærkvöldi og mætast þjóðirnar í seinni leiknum á sunnudag. Sá leikur fer fram í Murcia héraði á Spáni.

Tveir byrjunarliðsmenn úr liði Kósovó sem lagði Ísland að velli verða ekki með í leiknum á sunnudaginn, þeir ferðuðust ekki með liðinu til Spánar í dag.

Annar þeirra er Arijanet Muric, markvörður Kósovó og Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni, og heitir hinn Donat Rrudhani, miðjumaður svissneska liðsins Luzern á láni frá Young Boys.

Rrudhani fór af velli í hálfleik í fyrri leiknum en Muric kláraði leikinn á milli stanga heimamanna. Muric átti frábæran leik gegn Strákunum okkar þar sem hann varði sex marktilraunir af þeim sjö sem hæfðu rammann.


Athugasemdir
banner
banner
banner