
KSÍ tilkynnti rétt í þessu að búið væri að kalla Jóhann Berg Guðmundsson inn í landsliðið fyrir seinni leik Íslands og Kósovó.
Jóhann Berg var ekki í upphaflega hópnum þar sem hann meiddist í leik með félagsliði sínu Al-Orobah á dögunum. Hann hins vegar hitti hópinn á Spáni þar sem liðið undirbjó sig fyrir fyrri leikinn gegn Kósovó. Liðið er nú aftur mætt til Spánar og kemur Jói Berg inn í hópinn.
Jóhann Berg var ekki í upphaflega hópnum þar sem hann meiddist í leik með félagsliði sínu Al-Orobah á dögunum. Hann hins vegar hitti hópinn á Spáni þar sem liðið undirbjó sig fyrir fyrri leikinn gegn Kósovó. Liðið er nú aftur mætt til Spánar og kemur Jói Berg inn í hópinn.
Ef hann kemur við sögu á sunnudaginn þá verður það hans 100. landsleikur. Hann hefur í leikjunum 99 skorað átta mörk.
Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki leikfær í leiknum í gær og Mikael Neville Anderson dró sig út úr hópnum í vikunni vegna meiðsla.
Athugasemdir