Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 12:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Berg kallaður í landsliðið - Gæti spilað sinn 100. landsleik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti rétt í þessu að búið væri að kalla Jóhann Berg Guðmundsson inn í landsliðið fyrir seinni leik Íslands og Kósovó.

Jóhann Berg var ekki í upphaflega hópnum þar sem hann meiddist í leik með félagsliði sínu Al-Orobah á dögunum. Hann hins vegar hitti hópinn á Spáni þar sem liðið undirbjó sig fyrir fyrri leikinn gegn Kósovó. Liðið er nú aftur mætt til Spánar og kemur Jói Berg inn í hópinn.

Ef hann kemur við sögu á sunnudaginn þá verður það hans 100. landsleikur. Hann hefur í leikjunum 99 skorað átta mörk.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki leikfær í leiknum í gær og Mikael Neville Anderson dró sig út úr hópnum í vikunni vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner