Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 17:17
Elvar Geir Magnússon
La Finca
Stutt að fara fyrir dómarann
Icelandair
Gil Manzano með gula spjaldið.
Gil Manzano með gula spjaldið.
Mynd: EPA
Það verður dómari úr efstu hillu sem mun dæma seinni viðureign Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar, Spánverjinn Gil Manzano verður með flautuna.

Það verður því stutt að fara fyrir Manzano en vegna framkvæmda á Laugardalsvelli fer leikurinn á sunnudaginn fram í Murcia á Spáni.

Manzano, sem er 41 árs, er vanur því að dæma stórleiki, var meðal dómara á síðasta EM og dæmdi El Clasico fyrr á tímabilinu. Þá dæmir hann í Meistaradeildinni og var til að mynda með flautuna í 7-1 sigri Arsenal gegn PSV Eindhoven á dögunum.

Kósovó leiðir 2-1 eftir fyrri leikinn en vonandi ná okkar menn að snúa dæminu við í Murcia. Sigurliðið verður í B-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið í C-deildinni.

Dómari: Jesús Gil Manzano ESP
Aðstoðardómari 1: Diego Barbero Sevilla ESP
Aðstoðardómari 2: Ángel Nevado Rodríguez ESP
Fjórði dómari: César Soto Grado ESP
VAR dómari: Carlos del Cerro Grande ESP
Aðstoðar VAR dómari: José Luis Munuera Montero ESP

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner