Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   fös 21. mars 2025 21:23
Elvar Geir Magnússon
La Finca
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Icelandair
watermark Stefán Teitur á landsliðsæfingu á Spáni.
Stefán Teitur á landsliðsæfingu á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Flugvélin sem landsliðið flaug með til Spánar.
Flugvélin sem landsliðið flaug með til Spánar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nóttin var kannski erfið, það var lítið sofið í flugvélinni en við náðum góðum fimm til sex tímum þegar við komum aftur á hótelið," segir Stefán Teitur Þórðarson, landsliðsmaður Íslands.

Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í fyrri viðureign liðanna í gær fór íslenska liðið í næturflugi aftur til Spánar og lentu eldsnemma í morgun. Þessi föstudagur fór því að stærstum hluta í endurheimt og meðhöndlun.

„Þetta snýst bara um það að vera klár á sunnudaginn," segir Stefán Teitur en þegar Fótbolti.net ræddi við hann á liðshótelinu í dag var liðið ekki búið að mæta á fund þar sem farið var yfir fyrri leikinn.

„Það er fundur í kvöld og farið vel fyrir það en við höfum rætt um það strákarnir okkar á milli hvað okkur fannst fara úrskeiðis taktískt hjá okkur sem leikmenn. Það vantaði kannski aðeins ákefð og þetta einfalda í fótbolta, vinna seinni bolta og tæklingar eins og Arnar talaði um. Þetta hljómar kannski asnalegt og einfalt en er bara rétt. Ef þú ert yfir í þessu geturðu spilað fótbolta eins og við gerðum í fyrri hálfleik."

Hörð samkeppni milli Skagamanna
Stefán Teitur byrjaði á bekknum í gær en vonast að sjálfsögðu eftir því að vera meðal fyrstu ellefu á sunnudaginn.

„100%, það er alltaf markmiðið þegar maður kemur hérna inn en Arnar ræður auðvitað. Maður vill alltaf byrja og þegar maður er að spila svona vel hjá sínu félagsliði eins og ég er að gera þá vill maður það. Við erum með fleiri sem eru að spila á frábæru leveli á miðsvæðinu, eins og Ísak og Hákon," segir Stefán en það er nóg af Skagamönnum í hópnum eins og fréttamaður benti á.

„Já, það er bara frábært," segir Stefán brosandi. Hvernig metur hann möguleika Íslands á að snúa dæminu við og vinna Kósovó á sunnudag?

„Bara góða. Mér fannst við sýna það á köflum að við erum mun betra lið en Kósovó. Við sjáum fullt af möguleikum sem við ætlum að fara betur yfir í kvöld."

Í raun bara tveir útileikir
Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli fer leikurinn á sunnudaginn fram í Murcia á Spáni, þrátt fyrir að vera heimaleikur Íslands. Er það ekki spes tilfinning að vera að fara að spila heimaleik á Spáni?

„Þetta eru í raun bara tveir útileikir en við höfum verið á La Finca svæðinu oft og mörgum sinnum, okkur líður mjög vel hérna. Við þurfum að fara með gott hugarfar inn í leikinn á sunnudaginn og stemningin er þannig innan hópsins."

Stefán hefur verið að spila frábærlega með Preston í ensku Championship-deildinni og ræðir meðal annars um gengi sitt þar og komandi bikarleik gegn Aston Villa í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner