
„Ég er mjög klár," segir varnarmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson sem er tilbúinn eftir meiðsli og til í að spila seinni leikinn gegn Kósovó á morgun, sunnudag. Hann tók ekki þátt í fyrri leiknum og hefur misst af síðustu tveimur leikjum Dusseldorf.
„Fyrri leikurinn kom svoldið snemma fyrir mig. En ég var á bekknum og klár í að koma inn ef eitthvað gerðist. En já, ég verð klár í næsta leik."
„Síðan ég mætti hef ég getað tekið þátt að einhverju leyti í öllum æfingum svo ég hef hægt og rólega verið að byggja mig upp í 100%."
„Fyrri leikurinn kom svoldið snemma fyrir mig. En ég var á bekknum og klár í að koma inn ef eitthvað gerðist. En já, ég verð klár í næsta leik."
„Síðan ég mætti hef ég getað tekið þátt að einhverju leyti í öllum æfingum svo ég hef hægt og rólega verið að byggja mig upp í 100%."
Valgeir segist klár í að byrja leikinn og í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir hann nánar um meiðslin, möguleikana gegn Kósovó, hvort hann vilji frekar vera vængbakvörður eða miðvörður og um gengið í Þýskalandi.
Athugasemdir