Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. desember 2010 15:07
Magnús Már Einarsson
Heimild: Teamtalk 
Steve Cotterill: Hermann er ekki alveg tilbúinn
Mynd: Getty Images
Steve Cotterill, stjóri Portsmouth, segir að Hermann Hreiðarsson sé ekki ennþá tilbúinn að koma inn í byrjunarliðið.

Hermann hefur komið inn á sem varamaður í síðustu leikjum Portsmouth en hann er hægt og bítandi að ná fyrri styrk eftir að hafa slitið hásin á síðasta tímabili.

,,Eins og staðan er þá er hann ekki alveg tilbúinn svo við höldum honum aðeins til baka," sagði Cotterill.

Carl Dickinson hefur verið í leikbanni og því hefur hinn réttfætti Joel Ward leikið í vinstri bakverðinum hjá Portsmouth að undanförnu. Cotterill er ánægður með að geta notað Hermann sem varamann í leikjum þessa stundina.

,,Það er frábært að henda honum inn á seint í leikjum og biðja hann um að hlaupa um frammi og hjálpa okkur að skalla boltann burt úr okkar vítateig."

,,Í augnablikinu er hann ekki tilbúinn í að byrja. Gleymum samt ekki að Joel hefur staðið sig vel þarna."

banner
banner
banner