Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Austurfrétt 
Milos Ivankovic ekki með Fjarðabyggð næstu vikurnar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Milos Ivankovic, varnarmaður Fjarðabyggðar, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa nef og kinnbeinsbrotnað í slæmu samstuði gegn Gróttu um síðustu helgi.

Austurfrétt greinir frá þessu.

Milos fór af velli í hálfleik gegn Gróttu en Hector Pena leysti hann af hólmi.

Milos var fjarverandi í tapi Fjarðabyggðar gegn Val í Borgunarbikarnum í gær og ljóst er að hann verður ekki með næstu vikurnar.

Austurfrétt segir að Fjarðabyggð muni möguleika leita að miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar eftir tæpan mánuð til að fylla skarðið sem Milos skilur eftir sig.

Fjarðabyggð er í 4. sætinu í 1. deild en liðið fær Selfoss í heimsókn á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner