Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   sun 28. ágúst 2016 22:58
Ívan Guðjón Baldursson
Skúli Jón: Guðmundur vissi ekki að ég væri á gulu spjaldi
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Skúli Jón Friðgeirsson talaði opinskátt um rauða spjaldið sem hann fékk gegn Val fyrr í kvöld.

Skúli telur Guðmund Ársæl Guðmundsson, dómara leiksins, hafa rekið sig óvart af velli.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 KR

„Gunni og Kristinn Freyr eru að berjast um boltann og mér fannst Kristinn vera að toga í Gunna, þannig ég fer að Guðmundi Ársæli og segi: 'Hann má ekki toga í hann þótt hann sé í sókn.' Punktur," sagði Skúli sársvekktur að leikslokum.

„Fyrir það fékk ég gult spjald og ég er nokkuð viss um að Guðmundur vissi ekki að ég væri á gulu spjaldi því hann gefur mér það einhvern veginn á hlið og labbar svo í burtu. Þá koma Valsmennirnir og benda honum á að ég sé á gulu spjaldi og þá verður hann náttúrulega að reka mig útaf.

„Frekar grátlegt að það þurfi ekki meira til. Miðað við það sem var sagt fyrr í leiknum og seinna í leiknum þá er alveg ótrúlegt að ég hafi fengið gult spjald fyrir þetta."


Tíu mínútum síðar dæmdi Guðmundur ansi umdeilda vítaspyrnu og segist Skúli ekki skilja neitt í þeim dóm heldur.

„Ég sá þessa vítaspyrnu líka og ég skildi ekki heldur hvað var að gerast þar. Guðmundur var eitthvað illa upplagður í dag, ég held það hafi allir séð það."
Athugasemdir
banner
banner
banner