Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 12. október 2016 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Myndband: Dani Osvaldo byrjaður í tónlistinni
Dani Osvaldo kom einu sinni til Íslands.
Dani Osvaldo kom einu sinni til Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Argentínski framherjinn Dani Osvaldo, ákvað á dögunum að hætta í fótbolta og snúa sér að tónlistinni.

Hinn þrítugi Osvaldo hefur verið án félags síðan Boca Juniors rak hann fyrr á árinu fyrir að reykja í búningsklefanum.

Ítalska félagið Chievo bauð Osvaldo tveggja ára samning fyrir einhverjum misserum en hann ákvað að hafna honum og einbeita sér að því að spila með hljómsveit sem hann hefur búið til.

Osvaldo hefur átt litríkan feril en hann kýldi meðal annars samherja sinn Erik Lamela í leik með Roma eftir að hafa ekki fengið sendingu í leik árið 2011.

Osvaldo varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Southampton þegar hann kom til félagsins árið 2013 en dvöl hans þar var stutt. Hann skallaði meðal annars Jose Fonte á æfingu áður en hann var látinn fara.

Hér að neðan má sjá svipmyndir af tónleikum Osvaldo í Barcelona á dögunum en sitt sýnist hverjum um tónlistarhæfileika hans.



Dani Osvaldo hættur í tónlistinni - Farinn í tónlistina
Athugasemdir
banner
banner
banner