Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   þri 18. október 2016 11:35
Elvar Geir Magnússon
Kaplakrika
Veigar Páll: Þurfti að vera sjálfselskur
Veigar Páll eftir undirskriftina.
Veigar Páll eftir undirskriftina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll Gunnarsson skrifaði í dag undir samning við Íslandsmeistara FH en hann mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Veigar verður 37 ára þegar næsta tímabil fer í gang.

Veigar segir erfitt að færa sig um set frá Stjörnunni, sérstaklega gagnvart stuðningsmönnum liðsins sem höfðu hann í miklum metum.

„Það er mér mikilvægt að þeir skilji ástæðuna fyrir því að ég yfirgef Stjörnuna. Það er ekki vegna þess að mér dauðlangaði það. Það var möguleiki að vera áfram í Stjörnunni en fyrst ég fékk svona lítinn spiltíma á síðustu leiktíð þurfti ég að pæla í hvernig spiltíminn yrði næsta ár," segir Veigar sem segir að viðskalnaðurinn við Stjönuna hafi verið erfiður.

„Ég þurfti að hugsa mig um í nokkurn tíma og spá í hvað væri best fyrir mig. Ég þurfti að vera smá sjálfselskur. Ég vona að ég hafi tekið rétta skrefið. Ég er gríðarlega stoltur af því að vera kominn í FH."

Spila ekki 90 mínútur í hverjum leik
Það fyrsta sem kemur upp í huga Veigars þegar hann er spurður að því hvað hann vilji gera með FH er að vinna titil.

„Mitt hlutverk er að vera hér sem leikmaður og gefa af mér til yngri leikmanna. Ég er svo sannarlega klár í það verkefni. Ég er staðráðinn í að leggja mig 100% fram með FH," segir Veigar.

„Ég kem væntanlega með einhverjar nýjungar í sóknarleiknum og vonandi getur það skemmt áhorfendum."

„Ég fæ ákveðið hlutverk í liðinu og ég veit að þeir (þjálfararnir) hafa mikið álit á mér sem fótboltamanni. Við höfum rætt mitt hlutverk og ég verð ekki að spila 90 mínútur í hverjum leik, það á að nota mig rétt."

Stefnir á meistaraflokksþjálfun
Veigar er ekki bara að fara að spila með FH-ingum, hann fær starf í akademíu FH og segist spenntur fyrir því að fara í þjálfun.

„Þetta er nýtt fyrir mér en er krefjandi og ég hlakka til að byrja þar. Á endanum langar mér að verða þjálfari í Pepsi-deildinni eða eitthvað slíkt. Það er eitthvað sem ég vona að rætist í framtíðinni," segir Veigar.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner