Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. desember 2016 21:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Lagerback: Leikurinn við England var sá léttasti á EM
Orðinn ástfanginn af Íslandi og Íslendingum
Lars Lagerback
Lars Lagerback
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var léttasti leikurinn okkar á EM," sagði Lars Lagerback við sænsku sjónvarpsstöðina SVT er hann var spurður út í 2-1 sigurinn á Englandi í 8 liða úrslitum.

Sigur var væntanlega óvæntustu úrslit keppninar. Eins og flestir muna kom Wayne Rooney Englandi yfir í byrjun leiks en Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson snéru leiknum við í fyrri hálfleik og þar við sat.

„Ef þú getur orðið ástfanginn af landi og fólkinu þar, þá hef ég lent í því með ísland," sagði Lagerback sem var síðan spurður meira út í leikinn gegn Englendingum.

„Enskur fótbolti er virkilega vinsæll á Íslandi. Allir halda með einhverjum og hafa gert síðan þeir voru krakkar. Úrvalsdeildin er gríðarlega vinsæl en ég sagði leikmönnunum að enska liðið væri ofmetið."

„Það versta sem gat gerst var að fá markið á okkur svona snemma, ég tala mikið um hvað fyrsta markið er mikilvægt. Það var hins vegar virkilega mikilvægt að ná að jafna leikinn um leið."

Hvað gerðist þegar Ísland komst yfir?

„Þetta var frábær sókn og gullfallegt mark. Það var mjög mikilvægt því Englendingarnir voru í sjokki og urðu stressaðir. Þess vegna varð þetta léttasti leikurinn okkar, mér fannst sigurinn okkar sanngjarn og þetta var okkar besti leikur á mótinu," sagði Svíinn.

„Það er erfitt að ýminda sér eitthvað meira niðulægjandi fyrir England. Þetta var það versta sem þeir hafa lent í."
Athugasemdir
banner
banner
banner