Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. ágúst 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Aron Bjarna spáir í 18. umferð Inkasso-deildarinnar
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valtýr Björn kemur fyrir í spáni hjá Aroni.
Valtýr Björn kemur fyrir í spáni hjá Aroni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Inkasso-deildinni.

Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks, spáir í leikina í 18. umferð en spennan á toppnum er orðin mjög mikil.

Keflavík 1 - 1 ÍR (18:00 í kvöld)
Jafntefli í hörkuleik, ÍR-ingar hafa verið að spila vel undanfarið og þeir ná í punkt í Keflavík þar sem Halldór Arnarsson jafnar með neglu af 30 metrunum.

Leiknir R. 1 - 2 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Þróttarar vinna dramatískan sigur uppi í Breiðholti. Ósvald Jarl kemur Leiknismönnum yfir en Daði gæsahrollur Bergs jafnar fyrir Þrótt eftir kross frá Blikanum Aroni Þórði. Sigurmarkið kemur síðan úr óvæntri átt en Karl Brynjar kemur inná í lokin og tryggir Þrótti mikilvæg stig í toppbaráttunni.

HK 3 -3 Haukar (18:00 á föstudag)
Þessi lið hafa verið á miklu flugi undanfarið og þetta verður frábær skemmtun. Ég spái markajafntefli 3-3 þar sem Bjarni Gunn fer hamförum fyrir Lið fólksins.

Fram 2 - 1 Fylkir (19:15 á föstudag)
Hipolito er óvænt sagt upp störfum rétt fyrir leik. Valtýr Björn tekur við liðinu og stýrir liðinu til 2-1 sigurs þar sem Orri Gunn og Indriði skora fyrir Framara. Emil Ásmunds minnkar muninn í seinni hálfleik en það dugar ekki til.

Leiknir F. 0 - 3 Selfoss (14:00 á laugardag)
Guðjón Orri lokar búrinu og Selfyssingar vinna öruggan sigur, Uxanum líður vel fyrir austan og setur þrennu.

Grótta 0 - 2 Þór (15:00 á laugardag)
Þórsarar taka öll stigin með sér norður og senda Gróttu langleiðina niður í 2.deild.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Albert Hafsteinsson (3 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Emil Pálsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Ívar Örn Jónsson (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Þórður Ingason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner