Gunnlaugur Jónsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í Inkasso-deildinni í síðustu viku.
Þórður Ingason, markvörður og fyrirliði Fjölnis, settist niður og setti saman spá sína fyrir 13. umferðina.
Þórður Ingason, markvörður og fyrirliði Fjölnis, settist niður og setti saman spá sína fyrir 13. umferðina.
Fylkir 0 - 2 Grótta (19:15 í kvöld)
Þórhallur Dan stoppar í götin og Gróttan vinnur þægilegan sigur í Árbænum.
Leiknir R. 2 - 1 HK (19:15 í kvöld)
Leiknismenn eru komnir á skrið eftir að hafa unnið Keflavík. Kristó þróar liðið enn betur heldur besta leikmanninum Árna Elvari í byrjunarliðinu. Hann þakkar traustið og fær gult spjald.
Haukar 0 - 2 Fram (19:15 í kvöld)
Portúgalski snillingurinn í Grafarholtinu tekur sinn fyrsta sigur í deildinni. Vinnslan í Bubalo skilar honum 2 mörkum.
Þróttur R. 0 - 1 ÍR (19:15 á morgun)
Þessi leikur verður algjör einstefna Þróttara en Steini í ÍR markinu ver 20 bolta og tekur svo einn langan fram beint á kollinn á Jón Gísla Ström sem klárar leikinn 1-0.
Leiknir F. 2 - 0 Keflavík (14:00 á laugardag)
Keflvíkingar höndla ekki ferðalagið.
Selfoss 1 - 1 Þór (14:00 á laugardag)
Bæði lið þurfa á sigri að halda ef þeir ætla að halda í við toppliðin, Selfyssingar komast líklega yfir snemma en Þórsarar ná að klóra í bakkann á 90+ mínútu.
Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Albert Hafsteinsson (3 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir