Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fim 10. ágúst 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Emil Páls spáir í leiki sextándu umferðar í Inkasso-deildinni
Emil Pálsson fagnar marki.
Emil Pálsson fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vinnur toppbaráttuslaginn gegn Þrótti R. samkvæmt spá Emils.
Keflavík vinnur toppbaráttuslaginn gegn Þrótti R. samkvæmt spá Emils.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Inkasso-deildinni.

Sextánda umferðin hefst í kvöld og að þessu sinni er það Emil Pálsson miðjumaður FH sem spáir í leikina.

HK 2 - 1 Selfoss (19:15 í kvöld)
Lið fólksins er búið að vera á gríðalegri siglingu undanfarið og þeir sigla því þessum leik heim á lokamínútunum. Grétar Snær var bláedrú alla verslunarmannahelgina og verður því manna ferskastur og skorar og leggur upp. Haffi Þrastar skorar mark Selfyssinga með langskoti.

Þór 4 - 2 ÍR (18:00 á morgun)
Eins stórkostlegur þjálfari og Young Klopp er þá nær hann því miður ekki úrslitum í þorpinu í þetta skiptið. Andri Jónasar mætir fullur sjálfstrausts og setur bæði mörk ÍR eftir stungusendingar frá Viktori Erni og Stymma Erlends. Jóhann Helgi, harðasti haus deildarinnar, skallar tvo bolta í netið og Jónas Björgvin og Orri Sigurjóns skora sitt markið hvor.

Keflavík 3 - 2 Þróttur R. (19:15 á morgun)
Miklir markaskorarar í báðum liðum og reikna ég þar af leiðandi með markaleik. Laugi Bald outcoachar Ryderinn í seinni hálfleiknum og Keflvíkingar skilja Þróttara eftir 4 stigum fyrir neðan sig.

Grótta 0 - 2 Haukar (19:15 á morgun)
Badgalbjöggi sér um þennan leik eins og svo marga aðra fyrir Haukamenn.

Leiknir R. 0 - 3 Fylkir (19:15 á morgun)
Fylkir fengu sjokk í síðustu umferð þar sem lið fólksins lagði þá á þeirra heimavelli en þeir svara þeim leik af krafti með öruggum sigri. Berti setur 2 og Ásgeir Eyþórs laumar inn einu.

Fram 2 - 0 Leiknir F. (15:00 á sunnudag)
Framarar bjóða upp á portúgalskan bílastæðabolta í þessum leik.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Albert Hafsteinsson (3 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Ívar Örn Jónsson (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Þórður Ingason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner