Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   þri 01. ágúst 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Ívar Örn spáir í fimmtándu umferð Inkasso-deildarinnar
Ívar Örn Jónsson.
Ívar Örn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sig skorar óvænt samkvæmt spá Ívars.
Helgi Sig skorar óvænt samkvæmt spá Ívars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmtánda umferðin í Inkasso-deildinni er á dagskrá í dag og á morgun. Ívar Örn Jónsson, leikmaður Víkings R. spáir í leikina að þessu sinni.

ÍR 2 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
Breiðhyltingar ná loksins að sigla sigri heim, verður taugatitringur fram á lokaflaut. Stebbi Páls með mark og stollu. Sigurpáll Melberg með fyrirliðamark fyrir Fram.

Haukar 1 - 1 Þór (17:45 á morgun)
Hörkujafntefli. Jóhann Helgi skorar víst alltaf mörk.

Leiknir F. 1 - 2 Leiknir R. (17:45 á morgun)
Bæði Leiknisliðin þurfa sigur en Reykjavíkin hefur betur.

Selfoss 1 - 1 Keflavík (19:15 á morgun)
Hörkuleikur sem endar með jafntefli. Selfyssingar sjá eftir stigunum enda að missa af toppbaráttunni.

Þróttur R. 4 - 0 Grótta (19:15 á morgun)
Þungur róður fyrir Gróttu. Víkingarnir Viktor Jónsson og Sveinbjörn Jónasson skora mörkin.

Fylkir 1 - 3 HK (19:15 á morgun)
Lið fólksins er á flugi og tekur risastóran sigur í lautinni. HK fer með forystu inn í hálfleik en Helgi Sig skiptir sér inn í seinni og skorar eftir sendingu frá Ragnari Braga. Lið fólksins skorar tvö í uppbót og klárar dæmið.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Albert Hafsteinsson (3 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Þórður Ingason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner