Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. ágúst 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Almarr spáir í 19. umferð Inkasso-deildarinnar
Almarr henti í spá fyrir leiki 19. umferðar.
Almarr henti í spá fyrir leiki 19. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Sigurjóns skorar sigurmark Þórs gegn Keflavík samkvæmt spánni.
Atli Sigurjóns skorar sigurmark Þórs gegn Keflavík samkvæmt spánni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
19. umferðin í Inkasso-deildinni fer af stað með látum í kvöld þegar fjórir leikir eru á dagskrá.

Almarr Ormarsson, leikmaður KA, henti í spá fyrir umferðina.



Þór 1 - 0 Keflavík (17:30 í dag
Þórsarar fá lokaséns á að blanda sér í toppbaráttuna og nú þegar Atli Sigurjóns er búinn að finna markaskónna verður erfitt að stöðva hann. Hann skorar og fær seinna gula fyrir að rífa sig úr treyjunni í fagnaðarlátunum.

Selfoss 1 - 2 Fylkir (17:45 í dag
Þetta verður hörkuleikur þar sem Helgi Sig gerir þrefalda skiptingu eftir að hans menn lenda undir. Albert Brynjar jafnar leikinn og Andrés Már smellir honum í samskeytin í uppbótartíma.

ÍR 1 - 1 HK (18:00 í dag)
HK eru búnir að vera á fínu flugi undanfarið og munu komast yfir þegar Halldór Arnarsson skorar sjálfsmark. Jón Gísli Ström jafnar svo leikinn í annars bragðdaufum leik.

Grótta 0 - 3 Fram (19:15 í dag)
Nú fyrst fær Portúgalinn að kynnast íslensku roki eins og það gerist best á Nesinu en sem betur fer fyrir hann er hann með eitt stykki Guðmund Magnússon sem hendir í þrennu. Hlynur Atli skýtur í stöng á 37. mínútu.

Haukar 2 - 0 Leiknir R. (19:15 á morgun)
Besti aðstoðarþjálfari landsins, Hilmar Trausti Arnarsson, tapar yfirleitt ekki heimaleikjum og það verður enginn breyting á hér. Bjöggi Stef ætlar sér að enda með gullskóinn svo hann skorar bæði mörkin. Hilmar fagnar sigrinum með því að skreppa til útlanda.

Þróttur R. 5 - 0 Leiknir F. (13:30 á laugardag)
Fáskrúðsfirðingar þurfa á kraftaverki að halda til að halda sér uppi og því miður gerast kraftaverkin ekki í Laugardalnum. Aron Þórður skorar sín fyrstu tvö mörk í sumar og þá mun Grétar Sigfinnur skora skallamark. Viktor Jónsson setur eitt og í lokin kemur Sveinbjörn Jónasson skelfing flottur inn á og skorar með hælnum.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Albert Hafsteinsson (3 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Emil Pálsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Ívar Örn Jónsson (3 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Þórður Ingason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner