Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. desember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Ólafur Ingi spáir í leiki helgarinnar á Englandi og HM dráttinn
Ólafur Ingi fagnar sætinu á HM.
Ólafur Ingi fagnar sætinu á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Glenn Murray skorar gegn Liverpool samkvæmt spánni.
Glenn Murray skorar gegn Liverpool samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Arsenal vinnur Manchester United samkvæmt spánni.
Arsenal vinnur Manchester United samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Topplið Manchester City mætir West Ham.
Topplið Manchester City mætir West Ham.
Mynd: Getty Images
Gaupi fékk sjö rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni í vikunni og náði um leið besta árangri tímabilsins!

Íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni. Við fengum Ólaf Inga einnig til að koma með óskamótherja sína fyrir HM dráttinn í dag.

„Ég væri til í að sleppa við Þjóðverja úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar væri gaman að fá Argentínu, Brasilíu eða heimamenn Rússa.
Úr öðrum styrkleikaflokki þá vil ég sleppa við Spán og Króatíu annars slétt,"
sagði Ólafur Ingi.

„Fjórði styrkleikaflokkur er skemmtilegur en þar vil èg gjarnan sleppa við Serba og óska mótherji yrði líklega Ástralía þar. En annars hef ég lítið kynnt mèr þetta, við sjáum hvað kemur upp úr hattinum fræga. Hverjir sem mótherjarnir verða, verður þetta epic dæmi."


Chelsea 2 - 0 Newcastle (12:30 á morgun)
Rafa mætir á brúnna til að ná í stig og hans menn berjast hetjulega fyrir því en uppskera ekkert. Morata klárar þetta með tveim skallamörkum.

Brighton 1 - 1 Liverpool (15:00 á morgun)
Poolarar hafa verið í stuði og hafa verið nokkuð öflugir á útivelli í ár en finnst svona eins og að þetta sé týpískur leikur þar sem þeir tapa stigum. Glenn Murray setur hann fyrir Mávanna í lokin og tryggir stig.

Everton 1 - 0 Huddersfield (15:00 á morgun)
Fyrsti leikur hjá Mike Bassett nýjum þjálfara Everton og það er solid sigur. Ashley Williams setur hann úr æfðu horni sem Mike kom með úr bókinni sinni, það þýðir assist fyrir okkar mann Gylla Goodshit.

Leicester 1 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Burnley hafa verið frábærir í ár og þá sérstaklega á útivelli. Leicester hafa öðlast nýtt líf með Puel, þeir hafa aðeins tapað einum leik í síðustu 5 leikjum og það var gegn Man City. Hörkuleikur en 1-1 jafntefli niðurstaðan, JBG með aðra aðstoð og í þetta sinn aðstoðar hann hinn sérlega axlabreiða Chris Wood.

Stoke 0 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Óvænt úrslit hér, bæði lið hafa verið arfaslök og þau verða það bæði í þessum leik. Það verður Championship lykt af þessum leik þangað til að Filabeinsstrendingurinn Wilfred Bony ákveður að setja í gír og afgreiða sína fyrrum fèlaga.

Watford 2 - 2 Tottenham (15:00 á morgun)
Næst skemmtilegasti leikur helgarinnar fer fram á Vicarage Road. Tottenham rúllaði yfir Watford í báðum leikjum síðustu leiktíðar 8-1 samanlagt. Tottenham eru hins vegar í smá vandræðum og það heldur áfram um helgina 2-2 niðurstaðan í bráðskemmtilegum leik.

WBA 1 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Alan Pardew að mæta til leiks á nýjan leik og það gegn sínum fyrrum félögum í Palace. Crystal Palace hafa aðeins fengið eitt stig á útivelli í ár og nú er komið að því að krækja í annað. Leiðinlegur leikur en Pardew og Hodgson lenda í stimpingum í leiknum sem stelur fyrirsögnunum.

Arsenal 3 - 1 Man Utd (17:30 á morgun)
Mínir menn í Arsenal hafa verið að spila frábærlega og þá sérstaklega á heimavelli. Utd menn hafa líka verið að spila vel en ég er að vonast til að Matic sé out og þá stenst þetta pottþètt. Giroud með 2 og Alexis 1 þá skorar Zlatan fyrir Utd undir lokin. Wenger og Jose faðmast eftir leik og Wenger þurrkar tár með þumlinum sínum sem lekur niður kinn Jose.

Bournemouth 1 - 2 Southampton (13:30 á sunnudag)
Nágrannaslagur hér á ferð, það verða læti og góður fótbolti á boðstólnum. Dýrlingarnir standa uppi sem sigurvegarar þessa leiks með marki frá Charlie Austin undir lokin.

Man City 4 - 0 West Ham (16:00 á sunnudag)
Ég er ekki góður að spá fyrir um úrslit en hér er ég nokkuð brattur. Ætla að giska á heimasigur. Davíð Moyes nær undirbúa liðið eins og honum einum er lagið til slátrunar.

Fyrri spámenn:
Gaupi (7 réttir)
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner