Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 18. ágúst 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar Heiðar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnar Heiðar varð bikarmeistari með ÍBV um síðustu helgi.
Gunnar Heiðar varð bikarmeistari með ÍBV um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tottenham vinnur Chelsea samkvæmt spánni.
Tottenham vinnur Chelsea samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Jafntefli verður niðurstaðan í fyrsta leik Gylfa samkvæmt spánni.
Jafntefli verður niðurstaðan í fyrsta leik Gylfa samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Guðmundur Benediktsson var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, spáir í leikina að þessu sinni en hann skoraði sigurmarkið í bikarúrslitunum um síðustu helgi.

„Það verður mikið af mörkum. Það eru allir með hann beinstífan, það er gott veður úti og það eru allir klárir í þetta," sagði Gunnar Heiðar um spána.



Swanesa 0 - 3 Manchester United (11:30 á morgun)
Ég held að United séu bara sterkari. Þó að Swansea ætli að sýna núna að þeir séu geggjaðir án Gylfa þá er það ekki að fara að gerast.

Bournemouth 2 - 1 Watford (14:00 á morgun)
Minn maður Defoe fer á kostum og Bournemouth tekur þetta.

Burnley 2 - 2 WBA (14:00 á morgun)
Það er gamla góða Pulis jafnteflið.

Liverpool 1 - 2 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Coutinho er ekki með er það? Þá tapar Liverpool.

Leicester 2 - 2 Brighton (14:00 á morgun)
Ég var nálægt því að fara til Brighton á sínum tíma og kann vel við þá. Vardy er búinn að halda sér heitum á ströndinni í sumar og hann skorar tvö.

Southampton 2 - 2 West Ham (14:00 á morgun)
Það er stemning í þessari deild og það er mikið af mörkum. Shane Long skorar allavega eitt.

Stoke 2 - 1 Arsenal (16:30 á morgun)
Stoke er orðið varalið Barcelona eftir að hafa krækt í geggjaða leikmenn.

Huddersfield 1 - 1 Newcastle (12:30 á sunnudag)
Það er stemning hjá Huddersfield. Newcastle vann Championship deildina í fyrra og kemur aðeins til baka núna. Þetta er jafntefli.

Tottenham 2 - 1 Chelsea (15:00 á morgun)
Ég hefði samið við Tottenham ef ég hefði ekki fótbrotnað á sínum tíma. Ef ég hefði ekki verið að sýna mig fyrir stelpum í spröngunni í Vestmannaeyjum þá væri ég búinn að spila fyrir Tottenham. Peter Crouch var að æfa með mér þegar ég var á reynslu hjá Tottenham. Hann var ekkert sérstakur fótboltamaður en viðbjóðslega fyndinn og þvílíkur meistari. Tottenham tekur þetta, það er krísa hjá Conte.

Manchester City 2 - 2 Everton (19:00 á mánudag)
Ég hef fulla trú á að Gylfi sé að fara að gera góða hluti í vetur og Rooney verður á eldi. Manchester City eru öflugir heima en þetta endar með 2-2 jafntefli.

Fyrri spámenn:
Gummi Ben (5 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner