Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 28. nóvember 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Gaupi spáir í leiki vikunnar á Englandi
Eina.
Eina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marco Silva, stjóri Watford, hefur betur gegn Manchester United í kvöld samkvæmt spá Gaupa.
Marco Silva, stjóri Watford, hefur betur gegn Manchester United í kvöld samkvæmt spá Gaupa.
Mynd: Getty Images
Salah heldur áfram að skora samkvæmt spá Gaupa.
Salah heldur áfram að skora samkvæmt spá Gaupa.
Mynd: Getty Images
Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, á Stöð 2 Sport, spáir í leikina að þessu sinni.



Brighton 1 - 1 Crystal Palace (19:45 í kvöld)
Íslandsvinurinn Roy Hodsgon nær í dýrmætt stig gegn Brighton.

Leicester 1 - 1 Tottenham (19:45 í kvöld)
Leicester tapaði 6-1 fyrir Tottenham í maí. Þeir hefna ófaranna í þessum leik og ná í jafntefli á King Power vellinum.

Watford 1 - 0 Manchester United (20:00 í kvöld)
Þetta verður sögulegur leikur rétt eins og á síðustu leiktíð þegar Watford hafði sigur 3-1. Portúgalska undrabarnið Marco Silva mun senda vin sinn og félaga Mourinho lúbarinn heim.

WBA 2 - 1 Newcastle (20:00 í kvöld)
Það hefur lítið breyst hjá WBA eftir að Tony Pulis hætti. Þeir leggja rútunni á heimavelli, beita skyndisóknum og vinna dýrmætan sigur.

Arsenal 3 - 0 Huddersfield (19:45 annað kvöld)
Arsenal hefur verið að leika býsna vel og er á siglingu. Ég held að það sé ekki vafi að þeir vinna Huddersfield. Þetta verður veisla.

Bournemouth 0 - 2 Burnley (19:45 annað kvöld)
Auðvitað er þetta skyldusigur hjá Jóhanni Berg og félögum. Þeir voru hrikalega óheppnir að tapa um helgina. Ég hygg að Jóhann Berg verði á skotskónum. Núna verður það stöngin inn.

Chelsea 3 - 1 Swansea (19:45 annað kvöld)
Englandsmeistararnir voru heppnir á Anfield um helgina og prísa sig sæla með að ná í stig. Þeir fara hins vegar létt með Swansea og skora í það minnsta þrjú mörk.

Everton 2 - 1 West Ham (20:00 annað kvöld)
Bæði lið eru hrikalega léleg um þessar mundir. David Moyes er ekki maðurinn sem hægt er að treysta á þegar rífa þarf upp lið af rassgatinu. Everton vinnur nauman sigur og Gylfi verður á skotskónum.

Manchester City 4 - 0 Southampton (20:00 annað kvöld)
Manchester City er með langbesta lið deildarinnar og fara létt með Southampton í þessum leik. Þeir skora fjögur ef ekki fimm og fá ekki eitt einasta mark á sig.

Stoke 0 - 2 Liverpool (20:00 annað kvöld)
Stoke hefur gengið bölvanlega á meðan Liverpool er með eitt albesta sóknarlið deildarinnar. Liverpool klárar þennan leik án þess að fá á sig mark og Mo Salah verður enn og aftur á skotskónum.

Fyrri spámenn:
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner