Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 03. nóvember 2017 12:00
Fótbolti.net
Logi Bergmann spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Logi Bergmann í spjalli við Fótbolta.net.
Logi Bergmann í spjalli við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Manchester United vinnur Chelsea samkvæmt spá Loga.
Manchester United vinnur Chelsea samkvæmt spá Loga.
Mynd: Getty Images
Arsenal vinnur Manchester City óvænt samkvæmt spánni.
Arsenal vinnur Manchester City óvænt samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var með fjóra rétta þegar hún spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Logi Bergmann Eiðsson spáir í leikina að þessu sinni.



Stoke 1 - 1 Leicester (12:30 á morgun)
Þetta eru náttúrlega lið sem hafa ekki alveg byrjað vel í haust og vandræði Leicester halda áfram. Stoke er stórkostlega leiðinlegt lið. Þannig að þetta hlýtur að verða jafntefli

Huddersfield 2 - 1 WBA (15:00 á morgun)
Aftur er varla hægt að segja að þetta séu skemmtilegustu lið deildarinnar. Það er samt einhver blær á þessu Huddersfield liði sem mun skila þremur stigum.

Newcastle 3 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Bournemouth er á leiðinni beint niður. Newcastle er að taka við sér.

Southampton 1 - 2 Burnley (15:00 á morgun)
Jói Berg er að koma til. Held að hann setji sigurmarkið.

Swansea 2 - 1 Brighton (15:00 á morgun)
Swansea er miklu betra lið en menn hefðu haldið, jafnvel þótt Gylfi sér farin. Ég er sannfærður að liðið haldi sér uppi.

West Ham 3 - 3 Liverpool (17:30 á morgun)
West Ham sýndi gegn Tottenham að liðið getur skorað. Það getur Liverpool reyndar líka en á ekki jafn gott með að verjast. Hressandi leikur.

Tottenham 4 - 1 Crystal Palace (12:00 á sunnudag)
Auðveldur sigur hjá Spurs. Liðið í frábæru formi með Kane aftur í liðinu.

Manchester City 1 - 2 Arsenal (14:15 á sunnudag)
Óvæntustu úrslit helgarinnar. City er ekki ósigrandi.

Chelsea 1 - 2 Man Utd (16:30 á sunnudag)
Ég held að United sé að ná vopnum sínum. En hver hefði trúað því að allir biðu spenntir eftir því að Fellaini kæmi aftur?

Everton 2 - 1 Watford (16:30 á sunnudag)
Þetta getur ekki gengið lengur hjá Everton. Það verða einhverjar breytingar og hef trú á að Gylfi setji eitt.

Fyrri spámenn:
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner