Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. mars 2017 14:50
Elvar Geir Magnússon
Simpson við Carragher: Ég varð meistari en ekki þú
Danny Simpson, leikmaður Leicester.
Danny Simpson, leikmaður Leicester.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher og Danny Simpson áttu í áhugaverðum deilum á Twitter í morgun. Upphaf orðaskipta þeirra var mynd af Carragher, sem er goðsög hjá Liverpool, vera í treyju sem er merkt erkifjendunum í Everton.

Simpson sagði að Gary Neville myndi aldrei klæðast æfingabúningi Manchester City.

Carragher svaraði Simpson, sem er leikmaður Englandsmeistara Leicester, með því að koma með skot á frammistöðu Leicester í 3-1 sigrinum gegn Liverpool, nokkrum dögum eftir að nokkrir leikmenn liðsins stungu Claudio Ranieri í bakið. Kvartanir þeirra urðu til þess að Ranieri var rekinn.

Eftir nokkur skeyti á milli þeirra Carragher og Simpson minnti sá síðarnefndi á að hann ætti Englandsmeistaratitil á ferilskránni ólíkt Carragher.

Sjáðu samskiptin í heild:
Athugasemdir
banner
banner