Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   mán 01. maí 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Baldur Sig: Garðabær í heild hrifinn af þessu
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík mæta nýliðarnir Stjörnunni úr Garðabæ.

Fótbolti.net ræddi við Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, um leikinn og tímabilið á kynningarfundi deildarinnar á föstudag.

„Það eru allir mjög peppaðir í deildina en þetta er vissulega erfitt verkefni. Við höfum átt mjög erfiða leiki gegn þeim í vetur. Þeir eru nýliðar og það er alltaf gaman að koma upp. Þetta verður krefjandi leikur," segir Baldur.

„Óli er góður þjálfari og mér finnst Grindvíkingar hafa styrkt sig skynsamlega í vetur. Þetta eru leikmenn sem þekkja það að sigra deildina."

Baldur segir að pressan sé öll á FH. „Þetta er liðið sem þarf að velta úr sessi til að taka titilinn. Við teljum okkur vera með hóp og umgjörð til að fara á toppinn. Það er mikill metnaður," segir Baldur sem telur að Stjarnan sé betra lið en fyrir ári síðan.

„Við erum sífellt að þróa okkur og það voru litlar breytingar. Við fengum markmann og erum vel settir í þeirri stöðu. Í heildarpakkanum held ég að við séum aðeins rútíneraðri. Ég er virkilega sáttur við hópinn."

Stjörnumenn hafa verið duglegir á samskiptamiðlum í aðdraganda mótsins, þar á meðal Snapchat þar sem áhugasamir gátu fylgst vel með bak við tjöldin.

„Garðabær í heild var hrifinn af þessu. Það er sjálfsagt að gefa aðeins innsýn inn í það sem við erum að gera," segir Baldur en viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

mánudagur 1. maí
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner