Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2016 14:44
Elvar Geir Magnússon
Annecy
„Fæ kökk í hálsinn því ég hef ekki séð hann í mánuð"
Icelandair
Sonur Arons Einars horfir á pabba í sjónvarpinu.
Sonur Arons Einars horfir á pabba í sjónvarpinu.
Mynd: Instagram
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, varð faðir í fyrsta sinn í fyrra þegar hann og kærasta hans, Kristbjörg Jónasdóttir, eignuðust son. Aron segir að sonurinn sé í huga sér þegar hann leiðir íslenska landsliðið inn á völlinn á Evrópumótinu.

„Ég er alltaf að hugsa um þetta. Það þekkja allir söguna af því þegar ég fór í landsleik og missti af fæðingu hans. Þá var bara ákveðið að gera þetta nógu andskoti vel svo maður myndi ekki horfa til baka og hugsa: 'Djöfullinn, af hverju gerði ég þetta?'," segir Aron sem var í Kasakstan þegar sonur hans, Óliver, kom í heiminn.

Óliver hefur fylgst með pabba sínum á EM gegnum sjónvarpsskjáinn eins og sést á þessu myndbandi.

„Ég setti inn myndband á Instagram þar sem hann bendir á skjáinn þar sem ég sést vera að stjórna fagni. Maður fær bara kökk í hálsinn því ég hef ekki séð hann í mánuð. Það er víst partur af þessu."

Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Aron í heild



Athugasemdir
banner
banner