Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   lau 01. október 2016 16:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Páll: Verð hér næstu þrjú árin allavega
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta er mikill léttir. Við þurftum að vinna síðustu fjóra leikina til að eiga möguleika á þessu og við gerðum það feykilega vel. Þvílíkur karakter í þessu liði," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur á Víkingi Ólafsvík.

Stjarnan tryggði sér 2. sætið í Pepsi-deildinni með sigrinum en það er næstbesti árangurinn í sögu félagsins. Þegar fjórar umferðir voru eftir var Stjarnan í 6. sæti en liðið náði að klifra upp í Evrópusæti.

„Við settum þetta upp sem úrslitaleiki. Ef við myndum klikka í einhverjum leik þá myndum við missa af Evrópusæti. Við spiluðum nokkra leiki feykilega vel en við áttum líka dapra leiki þar sem við fengum þrjú stig."

„Þetta er næstbesti árangurinn í sögu Stjörunnnar. Síðustu fjögur ár höfum við endað í fyrsta, öðru, þriðja og fjórða. Við erum búnir að festa okkur sem eitt besta liðið á Íslandi og við ætlum að vera það í framtíðinni."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Víkingur Ó.

Rúnar Páll heldur áfram með Stjörnuliðið næsta sumar. „Ég verð áfram hérna næstu þrjú árin allavega. Það er löngu búið að gera nýjan samning," sagði Rúnar.

„Við förum í það á næstu vikum að sjá hverjir verða áfram og hverjir ekki. Það verða einhverjar breytingar en þær verða ekki miklar. Við þurfum styrkingar í einhverjum stöðum og það verður eitthvað gert fyrir næsta ár."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner