Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. október 2017 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hummels segist ekki hafa kvartað vegna Ancelotti
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti var rekinn frá Bayern München í síðustu viku. Uli Hoeness, forseti Bayern, hefur talað um það að Ancelotti hafi tapað klefanum og því hafi hann verið rekinn.

Hoeness sagði að Ancelotti hefði verið með fimm mikilvæga leikmenn á móti sér og því hafi hann þurft að fara.

Mats Hummels var ekki í byrjunarliðinu í síðustu leikjum Ancelotti og því hefur verið talað um hann sem einn af leikmönnunum sem á að hafa snúst gegn Ancelotti. Hummels þvertekur fyrir þetta.

„Ég get ekki talað við aðra, en ég hef ekki rætt við einn eða neinn um að vera óánægður," sagði Hummels við Bild.

„Að segja að ég hafi 'fellt kónginn' er fáránlegt. Ég veit hvaðan þessar upplýsingar koma eða hvort þetta hafi verið skrifað vegna þess að ég var ekki að spila. Ég kann ekki við þetta og ég myndi einfaldlega ekki gera þetta," sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner