Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi tapaði stórt gegn gömlu félögunum
Gylfi Þór og félagar lentu illa í því gegn Tottenham
Gylfi Þór og félagar lentu illa í því gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Benteke setti tvö fyrir Crystal Palace
Benteke setti tvö fyrir Crystal Palace
Mynd: Getty Images
Sex áhugaverðum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni nú fyrir stuttu. Þetta voru leikir sem hófust klukkan 15:00, en 14. umferð deildarinnar er spiluð um helgina og þetta voru leikir í þeirri umferð.

Aðalleikurinn var leikur Tottenham og Swansea á White Hart Lane, en Gylfi Þór Sigurðsson sneri þar á sinn gamla heimavöll. Þessi heimsókn hjá Gylfa og félögum fór hins vegar ekki vel, reyndar bara mjög illa.

Tottenham valtaði yfir Swansea á stuttum tíma í lok fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks og það gerði útslagið. Christian Eriksen setti tvö mörk seint í seinni hálfleiknum og kláraði leikinn endanlega; lokatölur 5-0 fyrir Tottenham.

Gylfi spilaði allan leikinn hjá Swansea, en náði ekki að láta að sér kveða. Að öðrum úrslitum þá vann Crystal Palace mikilvægan sigur á Southampton, en Christian Benteke setti tvö mörk í 3-0 sigri.

Jóhann Berg var á meiðslalistanum hjá Burnley sem tapaði 2-0 gegn Stoke og þá töpuðu Englandsmeistarar Leicester gegn botnliði Sunderland, en Leicester færist nær fallsætunum. West Brom vann svo 3-1 sigur gegn Watford á heimavelli.

Tottenham 5 - 0 Swansea
1-0 Harry Kane ('39 , víti)
2-0 Son Heung-Min ('45 )
3-0 Harry Kane ('49 )
4-0 Christian Eriksen ('70 )
5-0 Christian Eriksen ('90 )

Crystal Palace 3 - 0 Southampton
1-0 Christian Benteke ('33 )
2-0 James Tomkins ('36 )
3-0 Christian Benteke ('85 )

Stoke City 2 - 0 Burnley
1-0 Jonathan Walters ('20 )
2-0 Marc Muniesa ('35 )

Sunderland 2 - 1 Leicester City
1-0 Robert Huth ('64 , sjálfsmark)
2-0 Jermain Defoe ('77 )
2-1 Shinji Okazaki ('80 )

West Brom 3 - 1 Watford
1-0 Jonny Evans ('16 )
2-0 Chris Brunt ('34 )
2-1 Christian Kabasele ('60 )
3-1 Matthew Phillips ('90 )
Rautt spjald: Roberto Pereyra, Watford ('84)

Leikur West Ham og Arsenal hefst klukkan 17:30.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner