Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: KR 
Morten Beck verður áfram hjá KR til 2018 (Staðfest)
Morten Beck verður áfram í Vesturbænum
Morten Beck verður áfram í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Morten Beck, bakvörðurinn knái sem lék með KR síðastliðið tímabilið, hefur framlengt samning sinn út tímabilið 2018. Þetta er mikið gleðiefni fyrir KR-inga enda einn allra besti leikmaður liðsins síðastliðið tímabil.

Beck kom til KR fyrir síðastliðið tímabil og gerði þá eins árs samning. Samningurinn hans rann út eftir tímabilið, en nú er hann búinn að skrifa undir framlengingu.

Þessi danski leikmaður var orðaður við nokkur félög og þar á meðal Val, en hann ákvað að halda tryggð við KR og mun því leika með liðinu á næstu leiktíð.

Beck spilaði alla leiki Vesturbæjarliðsins í Pepsi-deildinni í sumar og eftir tímabilið var hann valinn sá besti hjá liðinu fyrir frammstöðu sína yfir sumarið.

KR hafnaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar og náði Evrópusæti eftir rosalega seinni umferð undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, sem verður áfram með liðið næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner