Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. október 2015 20:02
Alexander Freyr Tamimi
Walcott tileinkar Wenger sigurinn gegn United
Theo Walcott.
Theo Walcott.
Mynd: Getty Images
Theo Walcott, sóknarmaður Arsenal, tileinkaði knattspyrnustjóranum Arsene Wenger 3-0 sigur liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal skoraði öll þrjú mörk sín á fyrstu 20 mínútunum og var leikurinn fullkomin lyftistöng eftir svekkjandi 3-2 tap gegn Olympiakos í Meistaradeildinni, leik sem Wenger fékk talsverða gagnrýni fyrir.

„Það sást að við þráðum sigur og við verðum að sýna það í fleiri leikjum. En okkur hefur að vísu gengið mjög vel í deildinni," sagði Walcott við Sky Sports.

„Það eru allir að vinna alla í augnablikinu. En við erum þar sem við viljum vera en við viljum sigra alla heimaleiki gegn stóru liðunum. Við ættum að spila svona í hverri viku."

„Það verða margir aumir í kvöld en þannig á það að vera, þessi sigur var fyrir stjórann. Við vorum magnaðir í dag, þetta var eins og Arsenal í gamla daga."


Athugasemdir
banner
banner
banner