Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. október 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo með tvö mörk úr síðustu 85 aukaspyrnum
Áfram með traust Rafa Benítez
Ronlaldo tekur aukaspyrnu.
Ronlaldo tekur aukaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, þjálfari Real Madrid, ætlar að halda áfram tryggð við Cristiano Ronado í aukaspyrnum þrátt fyrir að Portúgalinn hafi ekki verið í stuði í slíkum spyrnum undanfarna mánuði.

Ronaldo hefur einungis skorað tvö mörk úr síðustu 85 aukaspyrnum sem hann hefur skotið á markið úr með Real Madrid og portúgalska landsliðinu.

34 af aukaspyrnunum hafa farið í varnarvegginn, 25 spyrnur voru varðar, 23 fóru framhjá og ein í stöngina.

Gareth Bale og fleiri leikmenn Real eru einnig öflugir aukaspyrnusérfræðingar en Benítez er ákveðinn í að leyfa Ronaldo að halda áfram að taka spyrnurnar.

„Þegar við erum á æfingum þá hittir hann vel og ég hef trú á honum," sagði Benítez.
Athugasemdir
banner
banner
banner