Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fim 07. september 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Tómas Þór spáir í 20. umferð Inkasso-deildarinnar
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar geta tryggt Pepsi-deildarsæti með hagstæðum úrslitum í kvöld.
Keflvíkingar geta tryggt Pepsi-deildarsæti með hagstæðum úrslitum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Inkasso-deildinni.

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á 365, spáir í leikina að þessu sinni.

Tómas spáir því að Keflavík gulltryggi Pepsi-deildarsætið í kvöld og Fylkir nánast tryggi sætið með sigri á Þrótti í stórleik umferðarinnar.

Keflavík 5 - 0 Grótta (17:30 í dag)
Suðurnesjamenn finna lyktina af Pepsi og munu valta yfir Gróttuna í dag. Það verða danskir dagar í Sunny í kvöld.

Fylkir 2 - 1 Þróttur R. (17:30 í dag)
Fylkir er ekki með lið til að spila upp á jafntefli og Þróttur vann síðasta leik sem þýðir að liðið tapar núna. Fylkir klárar þetta undir lokin þegar Þróttur er að leita að sigurmarki.

Leiknir R. 1 - 1 ÍR (17:30 í dag)
Vonandi verður þetta aðeins betra en fyrri Breiðholtsslagurinn en því miður er mikilvægi leiksins ekki mikið.

Fram 0 - 0 Selfoss (19:15 í dag)
Mæli með að stuðningsmenn liðanna fjölmenn á aðra leiki deildarinnar. Væri til dæmis sniðugt að fara á stórleikinn í Árbænum.

Leiknir F. 0 - 3 Haukar (14:00 á laugardag)
Björgvin skorar alltaf eitt en það er kominn tími á að anatómíski núllstöðu-Haukur Ásberg skori eins og tvö mörk í einum og sama leiknum.

HK 3 - 1 Þór (17:00 á laugardaginn)
Lið fólksins vinnur tólfta leikinn sinn gegn Þórsurum sem sjá ekki lengur ljós við enda ganganna.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Almarr Ormarsson (4 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Albert Hafsteinsson (3 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Emil Pálsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Ívar Örn Jónsson (3 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Þórður Ingason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner