Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 08. maí 2018 20:40
Ingólfur Páll Ingólfsson
England: Southampton í kjörstöðu eftir sigur - WBA fallið
Gabbiadini skoraði gríðarlega mikilvægt mark
Gabbiadini skoraði gríðarlega mikilvægt mark
Mynd: Getty Images
Swansea 0 -1 Southampton
0-1 Manolo Gabbiadini ('73)

Southampton sigraði Swansea í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Andrúmsloftið var spennuþrungið á Liberty Stadium í kvöld. Swansea var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að skapa sér almennileg marktækifæri.

Það var aðeins eitt mark skorað í seinni hálfleik en það gerði Gabbiadini á 73. mínútu. Ítalinn var fljótur að hugsa eftir að skot Charlie Austin var varið og kom knettinum í netið.

Með sigrinum er Southampton komið 3 stigum frá fallsvæðinu þegar ein umferð er eftir og er auk þess með töluvert betra markahlutfall.

Úrslitin þýða að Swansea þarf að treysta á að Huddersfield tapi báðum leikjum sínum auk þess sem þeir þurfa að sigra Stoke og vinna upp mismun í markahlutfalli.

Úrslitin eru sérstaklega slæm fyrir West Bromwich Albion sem á ekki lengur möguleika á að bjarga sér og er því fallið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner