Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. september 2014 21:35
Magnús Már Einarsson
Sverrir Ingi: Enginn á Íslandi bjóst við þessu
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var gríðarlega sterkt stig á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Þetta er líklega að fara að fleyta okkur í umspilið," sagði Sverrir Ingi Ingason fyrirliði U21 árs landsliðsins hæstánægður við Fótbolta.net í kvöld eftir 1-1 jafntefli gegn Frökkum á útivelli.

Íslenska liðið mun líklega verða eitt af fjórum liðum í 2. sæti sem fara áfram í umspil um sæti á EM en það skýrist betur í morgun eins og lesa má hér.

,,Það er mjög svekkjandi að fá ekki að vita þetta fyrr en á morgun. Við erum búnir að skila okkar og það þarf mikið að gerast til að þetta gangi ekki upp. Við bíðum þar til á morgun eftir því að þetta verði staðfest," sagði Sverrir sem er mjög ánægður með undankeppnina.

,,Þetta er búið að vera frábært. Við erum búnir að spila 7 frábæra leiki. Við vorum óheppnir að tapa fyrir Frökkum heima, við hefðum getað unnið þar eða fengið jafntefli. Við misstigum okkur í einum leik gegn Kasakstan. Ég held að enginn á Íslandi hafi búist við þessari frammistöðu hjá liðinu og þetta er frábært."

Frakkar komust yfir í kvöld en íslenska liðið sýndi seiglu og Kristján Gauti Emilsson náði að jafna fyrir leikslok.

,,Þeir eru sterkir á boltann og góðir að finna svæði. Við lokuðum svæðunum sem þeir finna og hafa verið að skora úr. Við erum gríðarlega sterkir í föstum leikatriðum og skyndisóknum og við héldum okkur við okkar skipulag. Við fengum síðan eina hornspyrnu og Gauti skallaði netið. Það var frábær tifinning.

Sverrir stóð í ströngu í leiknum í kvöld. ,,Það er ekkert grín að spila á móti gaurum í ensku úrvalsdeildinni og í frönsku úrvalsdeildinni," sagði Sverrir en Yaya Sanogo framherji Arsenal skoraði mark Frakka í kvöld. ,,Boltinn datt einu sinni fyrir hann eftir horn en hann átti annars aldrei break í leiknum," sagði Sverrir léttur í bragði að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner