Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   fim 08. október 2015 12:42
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Lagerback: Allir heilir heilsu nema Jón Daði
Jón Daði gæti verið hvíldur fram yfir Lettaleikinn
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Guðmundur Karl
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir komandi verkefnum með liðinu.

Hann segir það skemmtilegasta við starfið sé að spila leiki.

„Já, þetta er það skemmtilegasta við starfið, ég hlakka mikið til. Þetta er okkar síðasti heimaleikur og það er aukin ástæða til að hlakka til með allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum"

Lettar lágu svolítið til baka í fyrri leik liðana og býst Svíinn við svipuðum leik núna.

„Ég held þetta verði svipaður leikur og fyrri leikurinn, það er hægt að bera þetta saman við heimaleikinn gegn Kasakstan líka. Þeir eru mjög skipulagðir og verjast mjög vel og koma með skyndisóknir, þeir eru með góða leikmenn og þetta verður erfiður leikur."

„Við þurfum klárlega að vera betri í síðasta þriðjungi vallarins, við stjórnuðum leiknum vel en við þurftum bara eitt stig og ég skil að leikmennirnir voru varkárir. Við þurfum að komast bakvið þá á köntunum og pressa meira á þá en við gerðum á móti Kasakstan."

Lagerback segir leikina mikilvæga þrátt fyrir að Íslands sé komið á EM.

„Við höfum talað um það við leikmennina að við verðum að komast úr þægindarammanum því við höfum komist áfram. Þessir leikir eru mikilvægir fyrir margar ástæður. Við eigum ennþá möguleika á að komast upp í þriðja styrkleikaflokk."

Hann segir stöðuna á hópnum góða og eru allir heilir heilsu nema Jón Daði sem varð fyrir hnjaski en það er ekkert alvarlegt.

„Allir eru fullir heilsu nema Daði (Jón Daði Böðvarsson) hann fór í myndatöku í gær en það var ekkert alvarlegt. Hann mun hvíla í dag og jafnvel fram yfir Lettaleikinn."

Hann segir rigninguna síðustu daga ekki vera vandamál.

„Þetta er ekkert mál fyrir mig, þetta er ekki slæmt veður, bara slæm föt."
Athugasemdir
banner