Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. janúar 2018 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einkunnir Man City og Bristol City: Hörður góður og fær 7
Hörður Björgvin í baráttu við Raheem Sterling í kvöld.
Hörður Björgvin í baráttu við Raheem Sterling í kvöld.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon átti fínan leik að mati Sky Sports þegar Bristol City tapaði 2-1 gegn Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Hörður fær 7 í einkunn en maður leiksins var kollegi hans í vörninni Aden Flint sem fær 8 fyrir sína frammistöðu.

Bestur hjá Manchester City var Kevin de Bruyne sem fær 8, aðrir hjá þeim ljósbláu fá minna.

Manchester City:Bravo (5), Danilo (5), Stones (4), Mangala (4), Zinchenko (6), Gundogan (6), Toure (5), Bernardo Silva (6), De Bruyne (8), Sane (6), Sterling (6)

Hvorugur varamanna Man City spilaði ekki nægilega mikið til að verðskulda einkunn úr leiknum.

Bristol City: Fielding (8), Wright (7), Flint (8), Baker (8), Hörður Björgvin Magnússon (7), Brownhill (7), Pack (7), Smith (7), Bryan (6), Paterson (6), Reid (8).

Varamaðurinn Liam Walsh spilaði ekki nægilega mikið til að verðskulda einkunn úr leiknum

Maður leiksins: Aden Flint
Athugasemdir
banner
banner
banner