Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. apríl 2018 10:15
Magnús Már Einarsson
Herrera segist ekki hafa hrækt viljandi á merki City
Ander Herrera.
Ander Herrera.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, hefur neitað því að hafa hrækt viljandi á merki Manchester City í hálfleik í grannaslagnum um helgina.

Eins og sjá má hér að neðan þá hrækti Herrera á stórt City merki sem er fyrir utan leikmannagöngin.

Talsmaður United segir að Spánverjinn hafi ekki ætlað að hrækja á merkið heldur á völlinn.

„Ander hefur séð myndband af atvikinu og er hissa á ásökunum þess efnis að þetta hafi verið viljaverk," sagði talsmaðurinn.

„Þetta var algjört slys og það var enginn ásetningur í þessu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner