Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. apríl 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mkhitaryan skaddaði liðband í hné
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan verður frá í nokkrar vikur með skaddað liðband í hné eftir að hafa meiðst gegn CSKA Moskvu í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Armeninn missir því af seinni leiknum gegn CSKA og nokkrum úrvalsdeildarleikjum hið minnsta.

„Hann skaddaði liðband í hné, sagði Wenger eftir 3-2 sigur gegn Southampton í gær.

„Hann verður ekki með næsta fimmtudag, ekki gegn Newcastle og klárlega ekki gegn West Ham vikuna þar á eftir. Hann gæti náð einhverjum leikjum undir lok tímabilsins."

Danny Welbeck mun þá væntanlega fá stærra hlutverk með byrjunarliðinu, en hann skoraði tvennu í sigrinum gegn Southampton og var maður leiksins.
Athugasemdir
banner
banner