Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. nóvember 2017 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Pyry Soiri skoraði gegn Eistum
Memphis skoraði sigurmark Hollendinga.
Memphis skoraði sigurmark Hollendinga.
Mynd: Getty Images
Pyry Soiri gerði fyrsta markið af þremur í sigri Finnlands gegn Eistlandi.

Soiri er dáður hér á landi fyrir markið sem hann skoraði í 1-1 jafntefli Finna og Króata í undankeppni HM.

Rúmenía lagði Tyrkland, sem var einnig með Íslandi í riðli, 2-0 og þá hafði Lúxemborg betur gegn Ungverjalandi.

Memphis Depay skoraði eina mark Hollendinga gegn Skotum, og er búinn að gera 8 mörk í síðustu 9 leikjum sínum fyrir land og félagslið, einu meira en í 53 leikjum hjá Manchester United.

Finnland 3 - 0 Eistland
1-0 Pyry Soiri ('27)
2-0 Robin Lod ('32)
3-0 Robin Lod ('54)

Rúmenía 2 - 0 Tyrkland
1-0 G. Grozav ('42)
2-0 G. Grozav ('69)

Lúxemborg 2 - 1 Ungverjaland
1-0 A. Joachim ('15)
1-1 N. Nikolics ('18)
2-1 M. Martins ('84)
Rautt spjald: G. Lovrencsics, Ungverjaland ('53)

Skotland 0 - 1 Holland
0-1 Memphis Depay ('40)
Athugasemdir
banner
banner
banner