Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 09. nóvember 2017 11:12
Elvar Geir Magnússon
Katar
Heimir: Hægt að hrista hópinn saman á annan hátt en á fótboltavellinum
Icelandair
Heimir í leiknum gegn Tékklandi.
Heimir í leiknum gegn Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið æfði í sólinni í Katar í morgun, daginn eftir tapið í vináttulandsleiknum gegn Tékklandi.

Fótbolti.net spjallaði við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson á æfingunni og spurði hvort hann hafi verið sáttur með spilamennskuna í leiknum.

„Já og nei. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur á margan hátt. Við erum að spila mikið á þeim sem höfðu minna spilað áður. Það var enginn tími til undirbúnings, bara ein æfing. Það hefur áhrif þegar þú ert með lið sem byggir á góðri liðssamvinnu og liðsheild. Þegar þú breytir miklu sést það mikið á svoleiðis liði," segir Heimir.

„Við bjuggumst ekki við leiftrandi leik. Tékkar voru með sterkt lið. Leikurinn var erfiður. Það voru líka góðir punktar. Við fengum betri færi en Tékkar, við vorum ekki eins góðir í að klára þau. Ég ætlast til þess að við eigum betri frammistöðu sem lið á móti Katar,"

„Næstu þrjá daga verður æfing eða fundur. Ekki hvoru tveggja. Eftir hádegi í dag hafa menn tíma til að slaka á. Ég held að meirihlutinn af hópnum ætli í golf. Það er hægt að hrista menn saman á annan hátt en á fótboltavellinum eða á fundum. Svo hafa menn verið að spila þetta fræga spil í lobbýinu og þar er mikið hlegið. Menn geta nýtt tímann og slakað á. Þeir sem hafa verið að bera uppi spiltímann okkar eiga að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og nota sjúkraþjálfarana, koma svo ferskir til sinna félaga."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner