Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. desember 2014 18:02
Elvar Geir Magnússon
Konchesky sleppur við bann - Fabianski ekki
Paul Konchesky.
Paul Konchesky.
Mynd: Getty Images
Paul Konchesky, bakvörðurinn reyndi hjá Leicester, þarf ekki að taka út leikbann fyrir rauða spjaldið gegn Aston Villa á sunnudag. Villa vann leikinn 2-1.

Leicester áfrýjaði spjaldinu sem dómarinn Craig Pawson gaf honum og sú áfrýjun bar árangur. Dæmt var að Pawson hefði gert mistök með því að reka Konchesky af velli.

Swansea áfrýjaði rauða spjaldinu sem markvörðurinn Lukasz Fabianski fékk gegn West Ham en án árangurs.

Fabianski þarf að afplána eins leiks bann og spilar ekki gegn Tottenham um komandi helgi.

Brotið sem Konchesky fékk rautt fyrir:



Brotið sem Fabianski fékk rautt fyrir:


Athugasemdir
banner
banner