Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Man City ræðir við Sterling um nýjan samning
Sterling hefur verið sjóðheitur á tímabilinu.
Sterling hefur verið sjóðheitur á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Manchester City er tilbúið að ræða við Raheem Sterling um nýjan samning og er félagið viljugt til að gera hann að einum af launahæstu leikmönnum félagsins.

Viðræður munu væntanlega hefjast í febrúar en núgildandi samningur Sterling rennur út sumarið 2020.

Sterling er með um 170 þúsund pund í vikulaun en nýr samningur mun gefa honum að minnsta kosti 50 þúsund pund í viðbót í viku hverri. Með bónusum og öðrum hlunnindum væru laun hans yfir 250 þúsund pundum á viku.

Sterling er að spila sitt besta tímabil á ferlinum, er kominn með 18 mörk. Hann er að endurgjalda Pep Guardiola traustið en spænski stjórinn vildi ekki bjóða Arsenal leikmanninn þegar City reyndi að fá Alexis Sanchez í síðasta sumarglugga.

Kevin De Bruyne er á lokastigi viðræðna um nýjan samning og verður þá launahæsti leikmaður City. Alexis Sanchez fer í sama flokk ef hann kemur frá Arsenal í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner