Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Nacho Novo ekki lengur á gjörgæslu - Á góðum batavegi
Mynd: Getty Images
Spænski framherjinn Nacho Novo er á góðum batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik með goðsagana liði Rangers um helgina.

Hinn 38 ára gamli Novo var að taka þátt í innanhúsmóti í Berlin með fyrrum leikmönnum Rangers þegar hann fékk hjartaáfall.

Novo var fluttur með hraði á sjúkrahús en hann er nú laus af gjörgæslu.

„Nacho er í frábærum gír. Hann er byrjaður að borða og drekka og þarf núna að hvílast og fara í sjúkraþjálfun áður en við förum heim til Skotlands," sagði Stephanie Heaney kærasta Novo.

Novo er mikils metinn hjá Rangers en hann lék með liðinu í sex ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner