Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. janúar 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger segist ekki geta keppt við City um leikmenn
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að félagið geti ekki keppt við Manchester City þegar kemur að leikmannakaupum.

Bæði félög eru sögð á eftir varnarmanninum Jonny Evans sem er á mála hjá West Brom. Hinn þrítugi Evans er fyrirliði WBA en félagið gæti selt hann í þessum mánuði og notað peninginn til að kaupa fleiri leikmenn fyrir fallbaráttuna sem er framundan.

Wenger telur að ef Arsenal og City eru að berjast um hann eða aðra leikmenn, þá eigi Arsenal ekki möguleika.

„Ef við erum að berjast við Manchester City um leikmenn og ef ákvörðunin snýst um fjármál, þá vitum við að við munum ekki hafa betur," sagði Wenger á blaðamannafundi.

Wenger tók það einnig fram að ekkert samkomulag væri í höfn við einn eða neinn og lítið væri hægt að segja núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner