Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. ágúst 2017 16:02
Magnús Már Einarsson
Dortmund sektar Dembele fyrir að skrópa á æfingu
Lét ekki sjá sig á æfingu.
Lét ekki sjá sig á æfingu.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund hefur ákveðið að sekta Ousmane Dembele eftir að hann skrópaði á æfingu í morgun.

Hinn tvítugi Dembele vill fara til Barcelona og hann lét ekki sjá sig á æfingu í morgun. Hann hefur fyrir vikið verið sektaður og settur í tímabundið bann hjá félaginu.

Dortmund hefur hafnað 90 milljóna punda tilboði frá Barcelona í Dembele en talið er að þýska félagið vilji fá 135 milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Ousmane Dembele missti af æfingu án löglegrar aföskunar. Leikmaðurinn virðist hafa gert það viljandi. Við munum sekta hann fyrir þessa hegðun," sagði Dortmund í yfirlýsingu í dag.

„Leikmaðurinn er ennþá á mála hjá Dortmund. Eftir að hafa rætt við þjálfara okkar þá höfum við ákveðið að banna hann frá æfingum og leikjum þar til eftir bikarleik okkar í næstu viku."
Athugasemdir
banner
banner
banner